Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:30 Rúrik Gíslason yfirgaf Sandhausen í sumar eftir stormasamt samband. VÍSIR/GETTY Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. „Orðið á götunni er að Rúrik sé með tilboð og að það sé alvöru tilboð,“ sagði Guðmundur Benediktsson um sögusagnir þess efnis að Rúrik gæti verið á leið í Fossvoginn. Rúrik, sem á að baki 53 A-landsleiki, er samningslaus eftir að hafa síðast leikið með Sandhausen í Þýskalandi. Hann er 32 ára gamall og hefur spilað erlendis síðustu 15 ár, eða frá því að hann yfirgaf HK árið 2005. „Ég hef heyrt þetta líka,“ sagði Hjörvar Hafliðason um orðróminn og benti á að Rúrik hefði verið á Kópavogsslag HK og Breiðabliks. Þeir Þorkell Máni Pétursson virtust telja vel mögulegt að Rúrik kæmi inn í Pepsi Max-deildina í sumar: „Ég heillaðist fyrst af þessum leikmanni í HK-búningi þegar hann var pínulítill – ótrúlega teknískur og góður leikmaður. Ef hann ætlar að spila einhvers staðar vil ég bara sjá hann í HK-búningi. Ef hann ætlar að klára ferilinn með einhverjum stæl þá klárar hann ferilinn heima og sendir skilaboð á ungu peyjana sem eru þar,“ sagði Máni. „Svo getur vel verið að hann sé hættur í fótbolta,“ sagði Hjörvar. Stefán Teitur til Breiðabliks? Sérfræðingarnir fóru yfir fleiri staðfest og möguleg félagaskipti, til að mynda hjá FH þar sem Eggert Gunnþór Jónsson er nú mættur. Björn Berg Bryde, Emil Hallfreðsson og Matthías Vilhjálmsson gætu einnig verið á leið í Kaplakrikann. Stefán Teitur Þórðarson er orðaður við Breiðablik „og það eru einhverjar sögusagnir um að það gæti gerst í félagaskiptaglugganum,“ sagði Guðmundur, en Hjörvar taldi engar líkur á að það gengi eftir. Umræðuna um félagaskiptamarkaðinn má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Félagaskiptamarkaðurinn
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík FH Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30 Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00 Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Rúrik raðaði inn mörkum í Vatnaskógi Rúrik Gíslason leitar ýmsa leiða meðan hann leitar að nýju liði til að spila með. 16. júlí 2020 14:30
Rúrik útilokar ekki að spila í Pepsi Max deildinni í sumar „Er ekki alltaf líkur? Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er svo sem ekkert á döfinni heldur,“ sagði Rúrik Gíslason aðspurður hvort það gæti farið svo að hann muni spila í Pepsi Max deildinni í sumar. 10. júlí 2020 19:00
Stóð í stappi við Sandhausen meðan móðir hans glímdi við erfið veikindi Rúrik Gíslason gæti verið hættur í fótbolta en samningur hans við Sandhausen rann út á dögunum. Rúrik lenti í stappi við þýska B-deildarfélagið um samningarmál og ber ekki forráðamönnum félagsins söguna vel. 10. júlí 2020 10:00