Boðar umfangsmiklar aðgerðir á grunni vafasamrar lögskýringar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 15:54 Trump forseti virðist undirbúa meiriháttar aðgerðir með tilskipunum í málefnum sem honum hefur ekki tekist að fá þingið til fallast á. Hvíta húsið telur að nýlegur hæstaréttarúrskurður veiti honum þann rétt. Ólíklegt er að Hæstiréttur tæki afstöðu til lögmætis þess fyrir kosningar í haust. AP/Evan Vucci Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Trump gæti ekki bundið enda á DACA-áætlunina svonefndu fyrir börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna í júní hefur forsetinn ítrekað talað um að hann sé með tilskipanir í smíðum um stórtækar aðgerðir. Úrskurðurinn hafi gefið honum vald til þess að hrinda stefnumálum sínum, sem honum hefur ekki tekist að koma í gegnum þingið, í framkvæmd án lagaheimildar. „Ákvörðun hæstaréttar um DACA leyfir mér að gera hluti í innflytjendamálum, í heilbrigðismálum, í öðrum hlutum sem við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina um helgina og lofaði „mjög spennandi“ tveimur vikum. Sá skilningur Trump og Hvíta hússins um að forsetinn hafi auknar valdheimildir eftir úrskurðinn virðist að hluta til byggja á áliti umdeilds lögfræðings sem hélt því fram á sínum tíma George W. Bush, þáverandi forseti, mætti láta pynta erlenda vígamenn. John Yoo var höfundur umdeilds minnisblaðs sem réttlætti pyntingar bandarískra yfirvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Lagaskýringar hans um að Trump forseti njóti nú nýrra og umfangsmikilla valdheimilda í kjölfar hæstaréttarúrskurðar þykja afar langsóttar og ekki í samræmi við stjórnarskrá.Vísir/Getty Megi nú taka ákvarðarnir án aðildar þingsins Hæstiréttur úrskurðaði að Trump-stjórnin hefði ekki farið rétt að því þegar hún ákvað að binda enda á DACA-áætlunina sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom á fót til þess að vernda stöðu innflytjenda sem voru börn þegar foreldrar þeirra komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Taldi rétturinn að ríkisstjórnin hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði og tekið ákvörðunina á handahófskenndan og duttlungafullan hátt. Dómararnir tóku aftur á móti ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin stæðist lög, nokkuð sem hópur dómsmálaráðherra einstakra ríkja sem repúblikanar stýra halda fram að hún geri ekki. Trump-stjórnin hefur kosið að túlka úrskurðinn þannig að hann veiti forseta rétt til þess að hætta að framfylgja lögum sem honum líkar ekki og taka ákvarðanir sem stangast á við vilja þingsins. Eftirmenn þeirra í embætti geti ekki undið ofan af þeim ákvörðunum í fleiri ár. Þessi túlkun er samhljóða þeirri sem John Yoo, lagaprófessor við Berkeley-háskóla og fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn George W. Bush, setti fram í tveimur íhaldssömum tímaritum eftir að úrskurður hæstaréttarins lá fyrir. Axios sagði fyrst frá því að álit Yoo hefði vakið eftirtekt Trump og Hvíta hússins. Yoo segir AP-fréttastofunni að embættismenn í Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við sig eftir að greinarnar birtust. Hann hafi átt fjölda samræðna við þá um að úrskurðurinn veiti forsetanum nýjar og umfangsmiklar valdheimildir. Fyrir honum hafi ekki vakað sérstaklega að hafa áhrif á Hvíta húsið heldur aðeins að benda á það sem hann taldi að dómurum hæstaréttar hefði skjátlast um í úrskurðinum. Hvíta húsið segir að álit Yoo hafi aðeins rennt stoðum undir umræður sem hafi þegar átt sér stað þar um afleiðingar DACA-úrskurðarins. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin hefði verið ólögleg, aðeins að ákvörðun Trump um að fella hana úr gildi hafi ekki verið nægilega rökstudd.Vísir/EPA „Ábyrgðarlaus“ túlkun Lögspekingar gefa þó lítið fyrir túlkun Yoo og Hvíta hússins og segja hana langt fyrir utan viðteknar venjur og ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Stephen Vladec, lagaprófessor við Texas-háskóla, segir AP að túlkun Yoo gangi út frá þeirri fölsku forsendu að hæstirétturinn hafi staðfest að DACA-áætlunin væri lögleg. „Að kalla þetta vandræðalega greiningu er dramatískur úrdráttur um hversu svívirðilegt þetta er,“ segir Vladec. Laurence Tribe, lagaprófessor við Harvard-háskóla, segir túlkun Hvíta hússins og Yoo „afar ábyrgðarlausa“ og að hún standist ekki stjórnarskrá. Yoo, sem var lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, varð alræmdur í kjölfar hryðjuverkanna í New York 11. september árið 2001 þegar hann skrifaði umdeilt lögfræðiálit til að réttlæta pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum. Hann hélt því þannig fram að Bandaríkjaher mætti grípa til hvaða aðgerða sem er til að handsama grunaða hryðjuverkamenn árið 2001. Ári síðar hélt hann því fram í lögfræðiáliti að meðferð á grunuðum hryðjuverkamönnum teldist aðeins pyntingar ef þeir upplifðu sársauka sem jafnaðist á við „líffærabilun, stöðvun líkamsstarfsemi eða jafnvel dauða“. Samkvæmt stjórnarskrá mætti forsetinn leyfa pyntingar á erlendum vígamönnum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Trump gæti ekki bundið enda á DACA-áætlunina svonefndu fyrir börn fólks sem kom ólöglega til Bandaríkjanna í júní hefur forsetinn ítrekað talað um að hann sé með tilskipanir í smíðum um stórtækar aðgerðir. Úrskurðurinn hafi gefið honum vald til þess að hrinda stefnumálum sínum, sem honum hefur ekki tekist að koma í gegnum þingið, í framkvæmd án lagaheimildar. „Ákvörðun hæstaréttar um DACA leyfir mér að gera hluti í innflytjendamálum, í heilbrigðismálum, í öðrum hlutum sem við höfum aldrei gert áður,“ sagði Trump í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina um helgina og lofaði „mjög spennandi“ tveimur vikum. Sá skilningur Trump og Hvíta hússins um að forsetinn hafi auknar valdheimildir eftir úrskurðinn virðist að hluta til byggja á áliti umdeilds lögfræðings sem hélt því fram á sínum tíma George W. Bush, þáverandi forseti, mætti láta pynta erlenda vígamenn. John Yoo var höfundur umdeilds minnisblaðs sem réttlætti pyntingar bandarískra yfirvalda á grunuðum hryðjuverkamönnum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001. Lagaskýringar hans um að Trump forseti njóti nú nýrra og umfangsmikilla valdheimilda í kjölfar hæstaréttarúrskurðar þykja afar langsóttar og ekki í samræmi við stjórnarskrá.Vísir/Getty Megi nú taka ákvarðarnir án aðildar þingsins Hæstiréttur úrskurðaði að Trump-stjórnin hefði ekki farið rétt að því þegar hún ákvað að binda enda á DACA-áætlunina sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom á fót til þess að vernda stöðu innflytjenda sem voru börn þegar foreldrar þeirra komu með þau ólöglega til Bandaríkjanna. Taldi rétturinn að ríkisstjórnin hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði og tekið ákvörðunina á handahófskenndan og duttlungafullan hátt. Dómararnir tóku aftur á móti ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin stæðist lög, nokkuð sem hópur dómsmálaráðherra einstakra ríkja sem repúblikanar stýra halda fram að hún geri ekki. Trump-stjórnin hefur kosið að túlka úrskurðinn þannig að hann veiti forseta rétt til þess að hætta að framfylgja lögum sem honum líkar ekki og taka ákvarðanir sem stangast á við vilja þingsins. Eftirmenn þeirra í embætti geti ekki undið ofan af þeim ákvörðunum í fleiri ár. Þessi túlkun er samhljóða þeirri sem John Yoo, lagaprófessor við Berkeley-háskóla og fyrrverandi embættismaður í ríkisstjórn George W. Bush, setti fram í tveimur íhaldssömum tímaritum eftir að úrskurður hæstaréttarins lá fyrir. Axios sagði fyrst frá því að álit Yoo hefði vakið eftirtekt Trump og Hvíta hússins. Yoo segir AP-fréttastofunni að embættismenn í Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við sig eftir að greinarnar birtust. Hann hafi átt fjölda samræðna við þá um að úrskurðurinn veiti forsetanum nýjar og umfangsmiklar valdheimildir. Fyrir honum hafi ekki vakað sérstaklega að hafa áhrif á Hvíta húsið heldur aðeins að benda á það sem hann taldi að dómurum hæstaréttar hefði skjátlast um í úrskurðinum. Hvíta húsið segir að álit Yoo hafi aðeins rennt stoðum undir umræður sem hafi þegar átt sér stað þar um afleiðingar DACA-úrskurðarins. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók ekki afstöðu til þess hvort að DACA-áætlunin hefði verið ólögleg, aðeins að ákvörðun Trump um að fella hana úr gildi hafi ekki verið nægilega rökstudd.Vísir/EPA „Ábyrgðarlaus“ túlkun Lögspekingar gefa þó lítið fyrir túlkun Yoo og Hvíta hússins og segja hana langt fyrir utan viðteknar venjur og ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Stephen Vladec, lagaprófessor við Texas-háskóla, segir AP að túlkun Yoo gangi út frá þeirri fölsku forsendu að hæstirétturinn hafi staðfest að DACA-áætlunin væri lögleg. „Að kalla þetta vandræðalega greiningu er dramatískur úrdráttur um hversu svívirðilegt þetta er,“ segir Vladec. Laurence Tribe, lagaprófessor við Harvard-háskóla, segir túlkun Hvíta hússins og Yoo „afar ábyrgðarlausa“ og að hún standist ekki stjórnarskrá. Yoo, sem var lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, varð alræmdur í kjölfar hryðjuverkanna í New York 11. september árið 2001 þegar hann skrifaði umdeilt lögfræðiálit til að réttlæta pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum. Hann hélt því þannig fram að Bandaríkjaher mætti grípa til hvaða aðgerða sem er til að handsama grunaða hryðjuverkamenn árið 2001. Ári síðar hélt hann því fram í lögfræðiáliti að meðferð á grunuðum hryðjuverkamönnum teldist aðeins pyntingar ef þeir upplifðu sársauka sem jafnaðist á við „líffærabilun, stöðvun líkamsstarfsemi eða jafnvel dauða“. Samkvæmt stjórnarskrá mætti forsetinn leyfa pyntingar á erlendum vígamönnum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hæstiréttur bregður aftur fæti fyrir Trump, sem vill nýja dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna skilaði í dag frá sér þeirri niðurstöðu að ákvörðun Donald Trump, forseta, um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið ólögmæt. 18. júní 2020 17:57
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26