NBA-stjarna minnist fyrrverandi leikmanns Keflavíkur: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2020 16:39 DeMarcus Cousins lék með Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar á síðasta tímabili. Cousins og félagar töpuðu þá, 4-2, fyrir Toronto Raptors. getty/Steve Russell Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18. NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Körfuboltastjarnan DeMarcus Cousins minnist Stanley Robinson, fyrrverandi leikmanns Keflavíkur, á Instagram-síðu sinni. Robinson lést á heimili sínu í Birmingham í Alabama á þriðjudaginn. Hann var nýorðinn 32 ára. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Líkt og Robinson er Cousins frá Alabama og hann segist vera í áfalli eftir að hafa frétt af dauða hetjunnar sinnar. „Þessar fréttir eru mér þungbærar og ég vil ekki trúa því að þetta sé satt,“ skrifaði Cousins á Instagram. „Goðsögnin Sticks [gælunafn Robinsons] var átrúnaðargoðið mitt. Ég vildi vera eins og þú, allt frá því hversu vel þú fórst með boltann þrátt fyrir stærð og hvernig þú skaust. Komandi frá austurhluta Birmingham átti maður ekki margar hetjur en þú varst klárlega ein slík fyrir mér. Þú hjálpaðir mér að trúa að ég gæti náð langt.“ View this post on Instagram This news is heavy on my heart. Still don t want to believe it s true. I can remember my first varsity game as a freshmen like yesterday. I was scared shitless Knowing I had to step on the same court as you ! The Legend Sticks my idol! I wanted to be just like you from the way you handled the ball at 6 10 to shooting the jimmy. Even the way you rocked your throwbacks! Coming from the east side of Bham it wasn t many heroes but you were definitely one for me! You helped me believe I can go places with ball . You re legend will forever live through me as I ll continue to tell your story. Rest in heaven big bro #ripSticks A post shared by DeMarcus Cousins (@boogiecousins) on Jul 22, 2020 at 10:44am PDT Robinson lék með Connecticut í háskólaboltanum og Cousins með Kentucky. Lið þeirra mættust tímabilið 2009-10. Villikettirnir frá Kentucky unnu þá þriggja stiga sigur, 64-61. Robinson og Cousins skoruðu báðir tíu stig í leiknum. Sá fyrrnefndi tók níu fráköst og sá síðarnefndi tíu. Sacramento Kings valdi Cousins með fimmta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar 2010. Hann lék með Sacramento í sjö ár, fór svo til New Orleans Pelicans og þaðan til Golden State Warriors. Hann lék með síðastnefnda liðinu úrslitum NBA í fyrra. Cousins samdi við Los Angeles Lakers síðasta sumar en sleit hásin fljótlega eftir það og samningi hans við félagið var svo rift í febrúar. Cousins hefur fjórum sinnum spilað í Stjörnuleik NBA og tvisvar sinnum verið í öðru úrvalsliði deildarinnar. Þá varð hann heimsmeistari með bandaríska landsliðinu 2014 og Ólympíumeistari tveimur árum síðar. Orlando Magic valdi Robinson í nýliðavalinu 2010 en hann lék aldrei með liðinu. Robinson kom víða við á ferlinum, m.a. á Íslandi. Hann lék nokkra leiki með Keflavík tímabilið 2017-18.
NBA Keflavík ÍF Dominos-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira