Segir samstarfsmann sinn á þingi hafa kallað sig „helvítis tík“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 23:29 Alexandria Ocasio-Cortez er einn þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Scott Eisen Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag. Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag.
Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira