Arnar Gunnlaugs: Nenni ekki að tjá mig um þetta Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. júlí 2020 22:10 Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/bára Víkingar misstu í kvöld dýrmæt stig í baráttunni um Evrópu sæti í Pepsi Max deild karla þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var eins og við mátti búast hvorki ánægður með frammistöðuna né úrslitin í kvöld. „Ég er drullu ósáttur. Við vorum að koma hingað á mikilli siglingu og Grótta er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir voru hræddir við okkur fyrir leik ég get lofað þér því. Við gáfum þeim þvílíka vítamínsprautu beint í æð á fyrstu mínútunni með mjög mjúku marki,” sagði Arnar Gunnlaugsson hundfúll eftir leik kvöldsins. Víkingar ætluðu sér fyrir tímabilið að berjast um titilinn á meðan það spáði enginn sérfræðingur því að Grótta myndu halda sér uppi. Grótta skoraði markið sitt eftir hornspyrnu en Víkingar hafa einmitt verið í vandræðum með að verjast gegn föstum leikatriðum í sumar. Víkingar eru með nokkra ansi stóra og stæðilega í sínu liði sem ættu að gera betur þegar það kemur að því verjast föstum leikatriðum auk þess að vera með markmann sem er nýkominn heim úr atvinnumennsku og er búinn að fara á stórmót með landsliðinu. „En og aftur fast leikatriði sem við fáum á okkur mark úr, sem er hrikalega pirrandi með okkar stóru stráka inni í vítateig. Svo var þetta bara Groundhog Day í 90 mínútur. Við vorum með boltann og áttum sóknir, svo var sparkað fram og við áttum sóknir. Þetta var eins og uppspilsæfing á tímapunkti, þeir vörðust hrikalega vel og eiga hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og áttu bara skilið stigið.” Víkingur byrjuðu leikinn með þrjá miðverði en voru fljótir að færa Viktor Örlýg Andrason upp á miðjuna þegar þeir sáu hvað Grótta lögðust neðarlega á völlinn. „Við erum komnir 1-0 undir eftir eina mínútu og við erum með þrjá menn í vörn á móti engum sóknarmanni það meikar ekki sens. Við fækkuðum bara í vörninni og færðum mann framar sem var í vörninni.” Grótta var ekki beint að sækjast eftir fleiri mörkum eftir að komast yfir í leik kvöldsins. Þeir spiluðu oft með 11 menn á bakvið boltann og skiptingarnar þeirra voru ekki heldur líklegar til að bæta við marki. „Ég veit að áhorfendur trúa því ekki en það er erfitt að spila á móti liði sem að tjaldar svona fyrir framan vítateig og eru líka hættulegir í skyndisóknum. Þannig að kannski er þetta bara fínasta stig.” Grótta færði sig aðeins framar á völlinn eftir að Víkingar jöfnuðu leikinn og þá færðist meira fjör í leikinn, það dugði þó ekki til en Víkingar náðu ekki að skora meira en þetta eina mark. „Það dugði ekki til. Við fengum einhver hálffæri og einhver eitt, tvö tilkall til dauðafæris en fyrir utan það þá vörðust þeir bara vel. Þeir eiga bara hrós skilið.” Víkingar vildu 5-6 sinnum í leiknum fá vítaspyrnur en fengu aldrei neitt fyrir sinn snúð. Gróttumenn virtustu nota hendurnar nokkrum sinnum við varnarleikinn en dómari leiksins vildi meina að það hafi ekki verið raunin. „Ég sá þau öll. Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um þetta. Þetta hefur ekkert upp úr sér. Þetta skiptir engu máli þetta er bara fyrir fjölmiðlamenn og hlaðvarpara til að röfla um hvort þetta sé víti eða ekki. Það breytir ekki neinu í sjálfu sér það skiptir engu máli,” sagði Arnar aðspurður hvort hann hefði séð atvikin og hvort hann hefði viljað víti. Óttar Magnús Karlsson markahæsti leikmaður deildarinnar er að taka hornspyrnurnar hægra megin hjá Víkingum. Þetta vakti athygli blaðamanns þar sem svona menn eru oftast geymdir inni í teignum í föstum leikatriðum. „Hann hefur tekið hornin fyrir okkur í allt sumar. Hann er mjög góður spyrnumaður og allt það. Við gerðum ekki nógu vel út úr þessum hornum sem við fengum, ég man ekki hvað við fengum mörg horn í þessum leik.” Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Víkingar misstu í kvöld dýrmæt stig í baráttunni um Evrópu sæti í Pepsi Max deild karla þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var eins og við mátti búast hvorki ánægður með frammistöðuna né úrslitin í kvöld. „Ég er drullu ósáttur. Við vorum að koma hingað á mikilli siglingu og Grótta er að berjast fyrir lífi sínu. Þeir voru hræddir við okkur fyrir leik ég get lofað þér því. Við gáfum þeim þvílíka vítamínsprautu beint í æð á fyrstu mínútunni með mjög mjúku marki,” sagði Arnar Gunnlaugsson hundfúll eftir leik kvöldsins. Víkingar ætluðu sér fyrir tímabilið að berjast um titilinn á meðan það spáði enginn sérfræðingur því að Grótta myndu halda sér uppi. Grótta skoraði markið sitt eftir hornspyrnu en Víkingar hafa einmitt verið í vandræðum með að verjast gegn föstum leikatriðum í sumar. Víkingar eru með nokkra ansi stóra og stæðilega í sínu liði sem ættu að gera betur þegar það kemur að því verjast föstum leikatriðum auk þess að vera með markmann sem er nýkominn heim úr atvinnumennsku og er búinn að fara á stórmót með landsliðinu. „En og aftur fast leikatriði sem við fáum á okkur mark úr, sem er hrikalega pirrandi með okkar stóru stráka inni í vítateig. Svo var þetta bara Groundhog Day í 90 mínútur. Við vorum með boltann og áttum sóknir, svo var sparkað fram og við áttum sóknir. Þetta var eins og uppspilsæfing á tímapunkti, þeir vörðust hrikalega vel og eiga hrós skilið fyrir gríðarlega baráttu og áttu bara skilið stigið.” Víkingur byrjuðu leikinn með þrjá miðverði en voru fljótir að færa Viktor Örlýg Andrason upp á miðjuna þegar þeir sáu hvað Grótta lögðust neðarlega á völlinn. „Við erum komnir 1-0 undir eftir eina mínútu og við erum með þrjá menn í vörn á móti engum sóknarmanni það meikar ekki sens. Við fækkuðum bara í vörninni og færðum mann framar sem var í vörninni.” Grótta var ekki beint að sækjast eftir fleiri mörkum eftir að komast yfir í leik kvöldsins. Þeir spiluðu oft með 11 menn á bakvið boltann og skiptingarnar þeirra voru ekki heldur líklegar til að bæta við marki. „Ég veit að áhorfendur trúa því ekki en það er erfitt að spila á móti liði sem að tjaldar svona fyrir framan vítateig og eru líka hættulegir í skyndisóknum. Þannig að kannski er þetta bara fínasta stig.” Grótta færði sig aðeins framar á völlinn eftir að Víkingar jöfnuðu leikinn og þá færðist meira fjör í leikinn, það dugði þó ekki til en Víkingar náðu ekki að skora meira en þetta eina mark. „Það dugði ekki til. Við fengum einhver hálffæri og einhver eitt, tvö tilkall til dauðafæris en fyrir utan það þá vörðust þeir bara vel. Þeir eiga bara hrós skilið.” Víkingar vildu 5-6 sinnum í leiknum fá vítaspyrnur en fengu aldrei neitt fyrir sinn snúð. Gróttumenn virtustu nota hendurnar nokkrum sinnum við varnarleikinn en dómari leiksins vildi meina að það hafi ekki verið raunin. „Ég sá þau öll. Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um þetta. Þetta hefur ekkert upp úr sér. Þetta skiptir engu máli þetta er bara fyrir fjölmiðlamenn og hlaðvarpara til að röfla um hvort þetta sé víti eða ekki. Það breytir ekki neinu í sjálfu sér það skiptir engu máli,” sagði Arnar aðspurður hvort hann hefði séð atvikin og hvort hann hefði viljað víti. Óttar Magnús Karlsson markahæsti leikmaður deildarinnar er að taka hornspyrnurnar hægra megin hjá Víkingum. Þetta vakti athygli blaðamanns þar sem svona menn eru oftast geymdir inni í teignum í föstum leikatriðum. „Hann hefur tekið hornin fyrir okkur í allt sumar. Hann er mjög góður spyrnumaður og allt það. Við gerðum ekki nógu vel út úr þessum hornum sem við fengum, ég man ekki hvað við fengum mörg horn í þessum leik.”
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Víkingur 1-1| Nýliðarnir náðu jafntefli gegn bikarmeisturunum Eftir að hafa skorað sex mörk gegn ÍA þurftu Víkingar að sætta sig við jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld, lokatölur 1-1. 23. júlí 2020 21:15