Björgunarsveitir leituðu að Ílónu í nótt Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 06:36 Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitarinnar. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur í nótt. Drónar eru notaðir við leitina og fer björgunarfólk um svæðið gangandi og á bílum, en Ílóna er talin hafa verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV um leitina þar sem rætt er við Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóra á Akureyri. Hann segir leitina hafa hafist á miðnætti og hún hafi staðið yfir í nótt, en hlé var gert á sjötta tímanum í morgun til þess að fara yfir stöðu mála og gefa leitarfólki hvíld. Leit mun hefjast aftur nú í morgunsárið en lögregla biðlar til fólks sem ferðaðist á milli Akureyrar og Húsavíkur að íhuga hvort það muni eftir því að hafa séð Ílónu milli 19:20 og 21:00 á þriðjudagskvöld. Hún er búsett á Akureyri en vísbendingar eru um að hún hafi verið á leið til Húsavíkur þetta kvöld. Líkt og áður sagði fer leit fram úr lofti og á landi en björgunarsveitirnar sem taka þátt í leitinni eru meðal annars frá Siglufirði og Húsavík. Lögreglan á Norðurlandri eystra lýsti eftir Ílónu skömmu eftir miðnætti. Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Lögreglumál Björgunarsveitir Akureyri Norðurþing Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur í nótt. Drónar eru notaðir við leitina og fer björgunarfólk um svæðið gangandi og á bílum, en Ílóna er talin hafa verið á leið frá Akureyri til Húsavíkur á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í frétt RÚV um leitina þar sem rætt er við Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóra á Akureyri. Hann segir leitina hafa hafist á miðnætti og hún hafi staðið yfir í nótt, en hlé var gert á sjötta tímanum í morgun til þess að fara yfir stöðu mála og gefa leitarfólki hvíld. Leit mun hefjast aftur nú í morgunsárið en lögregla biðlar til fólks sem ferðaðist á milli Akureyrar og Húsavíkur að íhuga hvort það muni eftir því að hafa séð Ílónu milli 19:20 og 21:00 á þriðjudagskvöld. Hún er búsett á Akureyri en vísbendingar eru um að hún hafi verið á leið til Húsavíkur þetta kvöld. Líkt og áður sagði fer leit fram úr lofti og á landi en björgunarsveitirnar sem taka þátt í leitinni eru meðal annars frá Siglufirði og Húsavík. Lögreglan á Norðurlandri eystra lýsti eftir Ílónu skömmu eftir miðnætti. Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ílónu eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Lögreglumál Björgunarsveitir Akureyri Norðurþing Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira