Kórónuveiran í brennidepli í nýrri seríu Grey's Anatomy Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 21:01 Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey's Anatomy, Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein