Guardiola segir Bielsa tróna á toppi listans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:30 Bielsa og Pep á hliðarlínunni þegar þeir þjálfuðu á Spáni. Vísir/Manchester Evening News Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira