Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 15:23 Gamli Herjólfur mun sigla á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum