Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 15:23 Gamli Herjólfur mun sigla á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. Að óbreyttu fer sigling Herjólfs III í síðustu vinnustöðvun fyrir félagsdóm Í samtali við Vísi segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélagsins, að á meðan samtal sé í gangi á milli aðila deilunnar sé hann bjartsýnn á framhaldið. Fyrirhugað er að funda í deilunni seinnipartinn í dag að sögn Bergs en gefið hefur verið út að Herjólfur III fyrirrennari Herjólfs muni sigla á milli lands og eyja á meðan að vinnustöðvun stendur yfir. Slíkt var einnig uppi á teningnum við síðustu vinnustöðvun á Herjólfi sem fram fór í liðinni viku. Eftir þá ákvörðun rekstraraðila ferjunnar sagði Bergur í samtali við fréttastofu að mögulega yrði málinu vísað til félagsdóms. „Stjórn Sjómannafélagsins er búin að funda og hefur ákveðið að vísa málinu áfram til lögmanns félagsins sem mun, að óbreyttu, sækja málið fyrir félagsdómi,“ sagði Bergur í dag. Við vinnustöðvun í síðustu viku safnaðist saman hópur fólks á Vestmannaeyjahöfn og voru margir ósáttir við það að Herjólfur III sigldi milli hafna. Sagði Sjómannafélagið um væri að ræða klárt verkfallsbrot en Herjólfur ohf. telur að svo sé ekki. Bergur sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 15. júlí eftir útspil Herjólfs ohf. að Sjómannafélagið hafi ekki verið tilbúið fyrir þennan „skrípaleik“ en yrði tilbúnir í næstu vinnustöðvun. „Það kemur í ljós,“ sagði Bergur spurður út í aðgerðir Sjómannafélagsins fyrir næstu vinnustöðvun. Í samtali við Vísi í dag sagði Bergur þó að ekki hefði verið tekin ákvörðun um aðgerðir vegna fyrirhugaðra siglinga Herjólfs III á meðan að á vinnustöðvun stendur. Í tilkynningu Herjólfs ohf. segir að framkvæmdastjórn félagsins telji að tryggja þurfi samgöngur milli lands og Eyja og því verði siglt. Undirmenn í áhöfn ferjunnar muni koma úr röðum annarra stéttarfélaga en Sjómannafélagsins og siglt verði með lágmarksþjónustu. „Enda er þetta eina samgöngukerfið sem tryggir aðgengi íbúa og lögaðila að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira