Fær 2,3 milljónir í bætur fyrir „augnabliks aðgæsluleysi“ við gúmmípressu Andri Eysteinsson skrifar 20. júlí 2020 11:26 Maðurinn var handtekinn við Lækjartorg, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur stendur. VÍSIR/VALLI Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf. bæri ábyrgð á vinnuslysi starfsmanns sem varð 3. september 2012 og því bæri TM að greiða manninum 2.307.405 krónur í bætur vegna slyssins sem varð til varanlegrar örorku mannsins. Málsatvik voru á þá leið að við framleiðslu á pressuhjólum úr gúmmíi, ætluðu netabátum, festist 48 kílógramma mót í gúmmípressu sem notuð er við framleiðsluna. Þegar starfsmaðurinn hugðist losa mótið frá pressunni féll það niður á fingur hans og brotnaði fjærkúka litla fingurs vinstri handar. Líkamstjón hans er varanlegt og hefur hann verið metinn til fimm stiga varanlegs miska og 3% varanlega örorku. Taldi maðurinn að pressan hafi verið vanbúin og ætti hann því rétt á bótum vegna slyssins. Pressan hafi verið keypt notuð árið 1996 og væri ekki CE merkt. Dóminn má í heild sinni lesa hér. Samkvæmt lýsingu vitnis á atburðinum var starfsmaðurinn að vinna við pressuna með heyrnarskjól á höfðinu og farsíma undir öðru skjólinu. Hann hafi þá tekið í stjórnstöng pressunnar til þess að láta neðra plan hennar síga. Hafi hann þá tekið í handfang á mótinu með hægri hendi en tekið einhvern veginn fyrir neðan handfangið með vinstri hendi. „Hætti neðra planið að síga þegar stjórnstönginni fyrir það er sleppt þannig að neðra planið hafi ekki verið komið alveg niður en nóg til þess að þegar mótið hafi losnað hafi það skollið á litla fingur vinstri handar sem hafi orðið á milli mótsins og neðra plansins. Allan tímann hafi stefnandi verið í símanum,“ sagði í dómnum og bætti vitnið við að hann teldi ástæðu þess að mótið hafi fests að hvorki hafi verið borið silíkon inn í mótið né á planið. Einföld og ódýr aðferð til að koma í veg fyrir slys Gúmmísteypan keypti tryggingar sínar hjá TM og taldi tryggingafélagið að því bæri ekki skylda til að greiða bætur vegna vinnuslyssins og byggði á því að starfsmaðurinn hafi ekki farið eftir verklagsreglum. Pressan hafi verið í notkun í sextán ár á þeim tíma sem slysið varð og hafi áfallalaust framleitt yfir 3000 samskonar hjól. Þá hafi sá slasaði einfaldlega beitt rangri aðferð við að losa mótið frá pressunni auk þess að hafa verið að tala í símann á meðan slysið varð. Stefndi hefði átt að stöðva neðra plan pressunnar örfáa sentimetra frá efra plani á meðal mótið væri losað. Dómurinn taldi að ekki væri hægt að leggja framburð vitnisins til grundvallar þar sem hann hafði einbeitingu á verkinu sem hann var að vinna þegar slysið varð. Vissulega hefði því verklagi sem TM byggir á ekki verið beitt en dómurinn taldi ekki sannað að manninum hafi verið kenndur þessi þáttur verklagsins til að draga úr hættu á slysum. „Með einfaldri og ódýrri aðferð hefði mátt bæta verklagið sem var beitt við pressuna þegar pressuhjól voru steypt þannig að atvik sem þessi væru útilokuð. Sama verklag hafði engu að síður verið notað við pressunar í 16 ár,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þegar þetta áralanga aðgerðaleysi vinnuveitandans er borið saman við augnabliks aðgæsluleysi stefnanda telur dómurinn það ekki verða metið stefnanda til stórfellds gáleysis að hafa verið að reyna að losa mótið með hægri hendi án þess að hafa náð að taka utan um vinstra handfangið á mótinu.“ Af þeim sökum bæri vinnuveitandinn ábyrgð á slysinu og því ætti TM að borga manninum bætur að andvirði 2.307.405 kr. Dómsmál Tryggingar Reykjavík Vinnuslys Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf. bæri ábyrgð á vinnuslysi starfsmanns sem varð 3. september 2012 og því bæri TM að greiða manninum 2.307.405 krónur í bætur vegna slyssins sem varð til varanlegrar örorku mannsins. Málsatvik voru á þá leið að við framleiðslu á pressuhjólum úr gúmmíi, ætluðu netabátum, festist 48 kílógramma mót í gúmmípressu sem notuð er við framleiðsluna. Þegar starfsmaðurinn hugðist losa mótið frá pressunni féll það niður á fingur hans og brotnaði fjærkúka litla fingurs vinstri handar. Líkamstjón hans er varanlegt og hefur hann verið metinn til fimm stiga varanlegs miska og 3% varanlega örorku. Taldi maðurinn að pressan hafi verið vanbúin og ætti hann því rétt á bótum vegna slyssins. Pressan hafi verið keypt notuð árið 1996 og væri ekki CE merkt. Dóminn má í heild sinni lesa hér. Samkvæmt lýsingu vitnis á atburðinum var starfsmaðurinn að vinna við pressuna með heyrnarskjól á höfðinu og farsíma undir öðru skjólinu. Hann hafi þá tekið í stjórnstöng pressunnar til þess að láta neðra plan hennar síga. Hafi hann þá tekið í handfang á mótinu með hægri hendi en tekið einhvern veginn fyrir neðan handfangið með vinstri hendi. „Hætti neðra planið að síga þegar stjórnstönginni fyrir það er sleppt þannig að neðra planið hafi ekki verið komið alveg niður en nóg til þess að þegar mótið hafi losnað hafi það skollið á litla fingur vinstri handar sem hafi orðið á milli mótsins og neðra plansins. Allan tímann hafi stefnandi verið í símanum,“ sagði í dómnum og bætti vitnið við að hann teldi ástæðu þess að mótið hafi fests að hvorki hafi verið borið silíkon inn í mótið né á planið. Einföld og ódýr aðferð til að koma í veg fyrir slys Gúmmísteypan keypti tryggingar sínar hjá TM og taldi tryggingafélagið að því bæri ekki skylda til að greiða bætur vegna vinnuslyssins og byggði á því að starfsmaðurinn hafi ekki farið eftir verklagsreglum. Pressan hafi verið í notkun í sextán ár á þeim tíma sem slysið varð og hafi áfallalaust framleitt yfir 3000 samskonar hjól. Þá hafi sá slasaði einfaldlega beitt rangri aðferð við að losa mótið frá pressunni auk þess að hafa verið að tala í símann á meðan slysið varð. Stefndi hefði átt að stöðva neðra plan pressunnar örfáa sentimetra frá efra plani á meðal mótið væri losað. Dómurinn taldi að ekki væri hægt að leggja framburð vitnisins til grundvallar þar sem hann hafði einbeitingu á verkinu sem hann var að vinna þegar slysið varð. Vissulega hefði því verklagi sem TM byggir á ekki verið beitt en dómurinn taldi ekki sannað að manninum hafi verið kenndur þessi þáttur verklagsins til að draga úr hættu á slysum. „Með einfaldri og ódýrri aðferð hefði mátt bæta verklagið sem var beitt við pressuna þegar pressuhjól voru steypt þannig að atvik sem þessi væru útilokuð. Sama verklag hafði engu að síður verið notað við pressunar í 16 ár,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þegar þetta áralanga aðgerðaleysi vinnuveitandans er borið saman við augnabliks aðgæsluleysi stefnanda telur dómurinn það ekki verða metið stefnanda til stórfellds gáleysis að hafa verið að reyna að losa mótið með hægri hendi án þess að hafa náð að taka utan um vinstra handfangið á mótinu.“ Af þeim sökum bæri vinnuveitandinn ábyrgð á slysinu og því ætti TM að borga manninum bætur að andvirði 2.307.405 kr.
Dómsmál Tryggingar Reykjavík Vinnuslys Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira