Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2020 08:30 Heimir var sáttur með sigurinn í gær og taldi ummæli Óskars Hrafns um rán ekki alveg eiga rétt á sér. Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. Sigurinn þýðir að Valur er komið upp í 2. sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KR. „Frábær stemning á leiknum og stuðningsmenn Vals létu vel í sér heyra – sem þeir hafa gert frá því mótið byrjaði – og það hefði verið ömurlegt að fara heim með tap,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er hann ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Tómas Inga Tómasson í Pepsi Max tilþrifunum eftir leikinn í gærkvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson – þjálfari Blika – talaði um að sigur Vals hefði verið þjófnaður eftir leik. Heimir var spurður út í þau ummæli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson, markvörður liðsins] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur.“ Hannes Þór var frábær í marki Vals í gær.Vísir/HAG „Hann hefur gott hugarfar og er góður á ákveðnum stöðum á vellinum – betri en flestir,“ sagði Heimir um Kristinn Frey Sigurðsson. „Auðvitað viltu gera betur á heimavelli. Segir sig sjálft að við höfum aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum. Höfum verið klaufar eins og á móti Stjörnunni þar sem við fengum tækifæri til að gera út um leikinn en gerðum það ekki. Útivallarárangurinn hefur verið fínn en við þurfum að bæta heimavallarárangurinn því maður vill gera heimavöllinn að gryfju,“ sagði Heimir um leiki Vals til þessa í sumar. „Ég held að það sé alveg á hreinu. Við höfum séð það í leikjunum – sem er reyndar jákvætt þar sem leikirnir hafa verið opnari en gengur og gerist í fyrstu umferðinum. Meira um varnarmistö og verið að gefa auðveld mörk. Liðin eiga eftir að bæta sig þegar líður á,“ var svarið þegar Heimir var spurður út í muninn á sumrinu í ár og áður eftir allt sem hefur gengið á. Hversu sáttur er Heimir með 13 stig úr sjö leikjum spurði Tómas Ingi. „Fimmtán eða sextán hefði ég verið sáttur við en við tökum þrettán og höldum áfram. Einn leikur í einu,“ sagði Heimir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks - var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann