Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00