VAR hefur dæmt sjö mörk af mótherjum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Varsjáin hefur hér dæmt af markið sem Jordan Ayew skoraði fyrir Crystal Palace á móti Manchester United í gær og hélt að hann hefði jafnað með því leikinn í 1-1. United vann 2-0. Getty/Glyn Kirk Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira