Staðfest smit á Indlandi fleiri en milljón Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:30 Íþróttahöll í Nýju-Delí var breytt í Covid-aðhlynningarstöð. Óttast er að faraldurinn sé enn í miklum vexti í Indlandi og að heilbrigðiskerfi landsins geti ekki staðið undir því álagi sem mun fylgja. Vísir/Getty Indland er nú þriðja ríki heimsins þar sem staðfest tilfelli kórónuveirunnar eru fleiri en milljón. Aðeins tvö önnur ríki eru með fleiri greind smit, Bandaríkin og Brasilía, en í Brasilíu eru tilfellin orðin fleiri en tvær milljónir. Flest tilfellin eru enn í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 3,5 milljónir manna hafa greinst með veiruna. Fjöldi smita í Brasilíu og Indlandi hefur því tvöfaldast á minna en mánuði, þó svo að dánartíðni hefur haldist sú sama í Brasilíu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Á Indlandi hafa 25 þúsund látist en óttast er að staðan fari versnandi eftir að veiran fór að berast í smærri þorp á landsbyggðinni. Um 1,3 milljarður manna býr á Indlandi og er búist við að tilfellum fari fjölgandi þegar afkastageta eykst í sýnatökum. Veiran gæti þó orðið erfið viðureignar þar í ljósi þess álags sem er nú þegar á heilbrigðiskerfi landsins og telja faraldsfræðingar að enn séu nokkrir mánuðir í að faraldurinn nái hápunkti í landinu. Líklegt sé að mun fleiri séu smitaðir en fjöldi staðfestra smita gefur til kynna. Indverski faraldsfræðingurinn Giridhar Babu segir Indverja mega búa sig undir fleiri tilfelli á næstu mánuðum, enda sé það eðlileg þróun þegar kemur að heimsfaröldrum. Markmiðið verði að vera að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og því þurfi að útfæra vel hvernig sjúkrahúsplássum verður ráðstafað til sjúklinga sem þurfa á þeim að halda í ljósi veikleika heilbrigðiskerfisins. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Indland er nú þriðja ríki heimsins þar sem staðfest tilfelli kórónuveirunnar eru fleiri en milljón. Aðeins tvö önnur ríki eru með fleiri greind smit, Bandaríkin og Brasilía, en í Brasilíu eru tilfellin orðin fleiri en tvær milljónir. Flest tilfellin eru enn í Bandaríkjunum þar sem rúmlega 3,5 milljónir manna hafa greinst með veiruna. Fjöldi smita í Brasilíu og Indlandi hefur því tvöfaldast á minna en mánuði, þó svo að dánartíðni hefur haldist sú sama í Brasilíu að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Á Indlandi hafa 25 þúsund látist en óttast er að staðan fari versnandi eftir að veiran fór að berast í smærri þorp á landsbyggðinni. Um 1,3 milljarður manna býr á Indlandi og er búist við að tilfellum fari fjölgandi þegar afkastageta eykst í sýnatökum. Veiran gæti þó orðið erfið viðureignar þar í ljósi þess álags sem er nú þegar á heilbrigðiskerfi landsins og telja faraldsfræðingar að enn séu nokkrir mánuðir í að faraldurinn nái hápunkti í landinu. Líklegt sé að mun fleiri séu smitaðir en fjöldi staðfestra smita gefur til kynna. Indverski faraldsfræðingurinn Giridhar Babu segir Indverja mega búa sig undir fleiri tilfelli á næstu mánuðum, enda sé það eðlileg þróun þegar kemur að heimsfaröldrum. Markmiðið verði að vera að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og því þurfi að útfæra vel hvernig sjúkrahúsplássum verður ráðstafað til sjúklinga sem þurfa á þeim að halda í ljósi veikleika heilbrigðiskerfisins.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira