„Gat ekki sagt nei endalaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júlí 2020 17:26 Ólafur Kristjánsson var á sínu þriðja tímabili hjá FH þegar hann hætti störfum hjá félaginu. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“ Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson kveðst spenntur fyrir nýju starfi sem þjálfari Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni. Dönsk félög hafa borið víurnar í hann undanfarin ár og hann samþykkti loks tilboð frá Esbjerg. Hann er hættur sem þjálfari FH sem hann tók við á haustdögum 2017. „Þeir höfðu samband við mig fyrir ekkert svo löngu síðan og viðruðu þessa hugmynd. Svo þróuðust málin,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi síðdegis. „Það hefur verið margt að hjá Esbjerg. Liðið endaði í 3. sæti tímabilið áður en það féll. Þetta er fótboltabær og aðstaðan frábær. Það er möguleiki á að byrja frá grunni. Svo hef ég verið áður úti og kann vel við umhverfið þar. Ég fann að mig langaði til að prófa mig aftur þarna ef tækifæri byðist.“ Var ekki ósáttur með eitt né neitt Tímabilið hér heima er nýfarið af stað en FH hefur leikið fimm leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim hefur liðið fengið sjö stig. Ólafur segir að árangurinn hafi ekki haft áhrif á þá ákvörðun hans að hætta hjá FH. „Það er enginn góður tími til að yfirgefa félag sem manni þykir vænt um, hefur lagt sig fram fyrir og hefur tengst leikmönnum og öðrum þar. Ég var að renna út á samningi í haust og verið þarna í þrjú ár. Ég hef lagt mig hundrað prósent fram,“ sagði Ólafur. „Ég fékk þetta tækifæri og þá þarf maður að kíkja aðeins í spegilinn og finna út á hvaða leið maður er. Þetta hafði ekkert með það að gera að ég væri ósáttur með eitt eða neitt. Ég fékk tækifæri og hef fengið tækifæri síðan ég kom heim og sagt nei í ansi mörg skipti. En ef ég hafði áhuga og metnað til að halda áfram á þessari vegferð gat ég ekki sagt nei endalaust. Mér fannst þetta vera góður tími fyrir mig.“ Líkist frekar Randers en Nordsjælland Ólafur býr yfir mikilli reynslu úr danska boltanum en hann hefur þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. „Þetta eru ólík félög. Nordsjælland er félag sem hefur skapað sér sérstöðu með að vera mikið með unga leikmenn og algjörlega trúir þeirri stefnu. Randers er félag sem líkist Esbjerg að einhverju leyti. Þú ert kannski að bera saman epli og appelsínur en magatilfinningin sagði að þetta gæti verið spennandi,“ sagði Ólafur. Hann tók við FH, sínu uppeldisfélagi, haustið 2017. Á fyrsta tímabili Ólafs við stjórnvölinn hjá Fimleikafélaginu endaði það í 5. sæti. Í fyrra varð FH í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni. FH-ingar töpuðu hins vegar bikarúrslitaleiknum gegn Víkingum. Þarf að meta forsendurnar „Maður getur aldrei gert meira en að leggja sig hundrað prósent fram í það verkefni sem manni er falið,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann gangi sáttur frá borði frá FH. „Hvort ég hafi skilað FH á góðan stað eða ekki verður tíminn eða leiða í ljós. Það eru miklar kröfur í FH og ég skilaði ekki titlum en þú verður alltaf að meta hvort það hafi verið forsendur til þess. Ég er ekki dómbær á það. Það sem skiptir máli er að FH haldi áfram á sinni vegferð. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um FH og að félagið haldi áfram að reyna koma sér þangað sem það hefur verið.“
Pepsi Max-deild karla Danski boltinn FH Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32
Ólafur hættur hjá FH og tekur við Esbjerg Ólafur Kristjánsson hefur yfirgefið uppeldisfélagið og er mættur í starf í Danmörku. 16. júlí 2020 16:01