Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júlí 2020 21:45 Ragnar Axelsson á vettvangi. „Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur. Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég er bara mjög ánægður því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem maður hefur haft trú á alla tíð, mikilvægi þess að „documenta“ lífið á Norðurslóðum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, en í dag var tilkynnt að hann væri tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin kallast The Leica Oskar Barnack Award og eru alþjóðleg ljósmyndaverðlaun sem veitt hafa verið síðan árið 1980. 12 ljósmyndarar eru tilnefndir að þessu sinni en Ragnar er tilnefndur fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting. Ragnar er nú að ganga til liðs við Vísi, en í mars hætti hann hjá Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár. „Ég er auðvitað mjög glaður að geta einbeitt mér að því mynda áfram eins og ég hef verið að gera,“ segir hann um þessa breytingu. Nú þegar eru í framleiðslu á Vísi viðtalsþættir um þekktustu ljósmyndir RAX og fara þeir í loftið hér á vefnum í næsta mánuði. Arctic Heroes – Where the world is melting eru myndir sem teknar voru á Grænlandi en hann hefur í áratugi myndað lífið á Norðurslóðum. RAX myndaði í þessu tilfelli sleðahundana og einnig lifnaðarhættina á svæðinu, sem allt gæti horfið í náinni framtíð vegna hlýnunar jarðar og bráðnun jöklanna. Mynd úr verkefninu Artic HeroesMynd/RAX „Verkefnið er bók sem kemur svo út í október,“ segir RAX en bókin verður gefin út hér á landi af forlaginu hans Qerndu og víða um heiminn af forlaginu Kerrer. „Þetta er arfleið sem breytist hratt, hvort sem það er af okkar völdum eða náttúrulegum orsökum. Lífið á Norðurslóðum er að breytast. Hetjurnar í þessu verkefni eru bæði veiðimenn og hundarnir. Þeir eru búnir að halda í þeim lífinu í 4.000 ár og hefur fækkað úr 30.000 í 11.000 núna.“ RAX er einn fremsti ljósmyndari landsins og marg verðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Það er því ljóst að af nógu er að taka í þessum nýju þáttum á Vísi og spanna sögurnar allan feril ljósmyndarans en nánar verður sagt frá verkefninu þegar nær dregur.
Ljósmyndun Norðurslóðir Grænland RAX Tengdar fréttir RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48 Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
RAX, Heiða og Pétur valin til að fanga áhrif kórónafaraldursins Þrír ljósmyndarar hafa verið valdir til að fanga í ljósmynd það einstaka andrúm sem ríkir á Íslandi á tímum faraldurs fyrir Þjóðminjasafnið. 6. maí 2020 09:48
Írís, RAX og Páll Óskar í Bítinu Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. 17. apríl 2020 06:31
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning