Úr „sökudólgi“ í hetju á tilfinningaþrungnu tímabili Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 11:00 Kjartan Henry Finnbogason liggur hér fremstur í sigurfögnuði Vejle í gær. VÍSIR/GETTY Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Sjá meira
Síðustu misseri hafa verið Kjartani Henry Finnbogasyni afar erfið utan vallar en hann hafði ástæðu til að gleðjast í gær þegar lið hans Vejle komst aftur upp í dönsku úrvalsdeildina í fótbolta. Kjartan hefur leikið algjört lykilhlutverk í að koma Vejle beint aftur upp í deild þeirra bestu í Danmörku eftir að liðið féll í fyrra. Tímabilið í ár dróst talsvert á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en Kjartan og félagar létu það ekki á sig fá. Hann er markahæstur í deildinni með 17 mörk. Kjartan missti bróður sinn, Hallgrím Þormarsson, í fyrrahaust og var það mikið áfall, en Hallgrímur var aðeins 41 árs gamall. Kjartan skoraði í leik gegn Fremad Amager nokkrum dögum síðar, áður en hann kom heim í jarðarförina. Í viðtali við Vejle Amts Folkeblad segir Kjartan það góðan endi á löngu og tilfinningaþrungnu tímabili, að hafa náð efsta sæti deildarinnar. „Á tímabilinu missti ég bróður minn, og vegna kórónuveirufaraldursins varð ég að vera í burtu frá fjölskyldunni minni, svo þetta hefur á fleiri en einn vegu verið tilfinningaþrungið tímabil fyrir mig,“ sagði Kjartan. Staðráðinn í að enda markahæstur Fyrir þrettán mánuðum lék Kjartan með Vejle gegn Hobro um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni, og þar brenndi Kjartan af vítaspyrnu í seinni leiknum eftir að hafa skorað í þeim fyrri. „Þá leið mér svolítið eins og sökudólgi, jafnvel þó að ég hafi skorað í fyrri leiknum. Nú erum við sem betur fer komnir aftur upp,“ sagði Kjartan við Velje Amts Folkeblad. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu. „Ég vil gjarnan skora fleiri mörk og tryggja það að ég endi sem markahæsti leikmaður deildarinnar,“ sagði Kjartan en hann er einu marki á undan næsta manni, Martin Koch hjá Köge.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Sjá meira
Kjartan Henry upp í dönsku úrvalsdeildina á nýjan leik Stutt stopp hjá Kjartani Henry Finnbogasyni í dönsku B-deildinni. 14. júlí 2020 18:53