Klopp óskaði heljarmenninu hjá Wycombe til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 11:00 Adebayo Akinfenwa og Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Wycombe Wanderers, eftir sigurinn á Oxford United í gær. getty/Andrew Kearns Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira