Völdu Júlían, Fjallið, Fúsa og Gunnar Nelson til að verja leikstjórnandann Ásdísi Hjálmsdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Ásdís Hjálmsdóttir ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að kasta langt og þá er gott að vita af útherjanum Guðjóni Val Sigurðssyni. Getty/ Ian Walton Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur. NFL Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira
Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur.
NFL Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjá meira