Pep Guardiola sagður fá að eyða 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:30 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fær tækifæri til að eyða pening í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður. Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Það er óhætt að segja að úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins í gær hafi verið stærsti sigur Manchester City á tímabilinu og það lítur út fyrir að það í framhaldinu verði nóg af peningum í nýja leikmenn í sumar. Manchester City slapp við tveggja ára vann UEFA frá Evrópukeppnum og verður því með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City liðið er því orðið mjög spennandi kostur á ný fyrir bestu leikmenn heims og það lítur út fyrir að það séu líka til peningar á Ethiad til að ná í öflugan liðstyrk úr hópi sterkra leikmanna sem verða í boði. Pep Guardiola clear for £150m transfer spend after Manchester City ban lifted @JamieJackson___ https://t.co/JIItDHQHEL pic.twitter.com/PrYgIgxReG— Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2020 Guardian hefur heimildir fyrir því að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola fái 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar. Úrskurður Alþjóða íþróttadómstólsins tryggir það líka að bestu leikmenn liðsins eins og Kevin De Bruyne vilja nú örugglega halda áfram með liðnu. Sumarfríið verður ekki langt fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar og enn styttra fyrir Manchester City liðið sem á eftir að klára Meistaradeildina en allir leikir hennar sem eru eftir fara fram í ágúst. Manchester City þarf því að hafa hraðar hendur í glugganum en það er ljóst á öllu að eigendur félagsins ætla að ýta á bensíngjöfina nú þegar UEFA-bannið heyrir sögunni til. Pep Guardiola fær því tækifæri til að ná í nýja menn til að styrkja veikustu hlekki liðsins en það hefur vantað talsvert upp á hjá Manchester City í toppbaráttunni á þessu tímabili. Liverpool stakk af snemma og vann að lokum enska meistaratitilinn með miklum yfirburðum. Á sama tíma hefur City nánast getað tapað fyrir öllum liðum og mikið vantar upp á stöðugleikann hjá liðinu. Inn á milli leikur City liðið sér hins vegar að andstæðingum sínum og vann meðal annars sannfærandi 4-0 sigur á Liverpool á dögunum. Það er vitað að Guardiola vill fá inn nýjan miðvörð og vinstri bakvörð. Þess vegna hafa margir horft til Svisslendingsins David Alaba hjá Bayern München sem Pep þekkir frá tíma sínum hjá bayern og er auk þess leikmaður sem getur spilað báðar þessar stöður.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira