Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 19:27 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Pólland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pólland Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent