Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:23 Páfinn segist þungt hugsi yfir fyrirhuguðum breytingum á Ægisif. Getty/Grzegorz Galazka Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja Austurkirkjunnar í aldaraðir. Þegar Mikligarður, eins og borgin var kölluð af norrænum mönnum, féll í hendur Ottómana árið 1453 var henni breytt í mosku og fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna. Henni var svo breytt í safn árið 1934 að tilskipun Mustafa Kemal Ataturk, stofnanda tyrkneska lýðveldisins sem jafnan er kallaður „faðir Tyrklands.“ Milljónir ferðamanna heimsækja Ægisif ár hvert.Getty/Emrah Yorulmaz Á föstudag skrifaði Racep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku. Þá ákvarðaði æðsti stjórnalagadómstóll Tyrklands sama dag að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar árið 1934 hafi ekki staðist lög. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar höfðu óskað eftir því að safninu yrði breytt aftur í mosku sem Erdogan studdi. Með tilskipuninni verður stjórn Ayasofya-moskunnar færð til tyrkneskra trúaryfirvalda og mun hún bráðlega vera opnuð að nýju sem moska. Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. 4. júlí 2020 21:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja Austurkirkjunnar í aldaraðir. Þegar Mikligarður, eins og borgin var kölluð af norrænum mönnum, féll í hendur Ottómana árið 1453 var henni breytt í mosku og fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna. Henni var svo breytt í safn árið 1934 að tilskipun Mustafa Kemal Ataturk, stofnanda tyrkneska lýðveldisins sem jafnan er kallaður „faðir Tyrklands.“ Milljónir ferðamanna heimsækja Ægisif ár hvert.Getty/Emrah Yorulmaz Á föstudag skrifaði Racep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku. Þá ákvarðaði æðsti stjórnalagadómstóll Tyrklands sama dag að ekki skyldi skilgreina bygginguna sem safn. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar árið 1934 hafi ekki staðist lög. Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar höfðu óskað eftir því að safninu yrði breytt aftur í mosku sem Erdogan studdi. Með tilskipuninni verður stjórn Ayasofya-moskunnar færð til tyrkneskra trúaryfirvalda og mun hún bráðlega vera opnuð að nýju sem moska.
Tyrkland Trúmál Tengdar fréttir Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30 Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04 Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. 4. júlí 2020 21:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina. 10. júlí 2020 18:30
Erdogan breytir Ægisif í mosku Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju. 10. júlí 2020 15:04
Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna. 4. júlí 2020 21:28