Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2020 18:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra. Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra.
Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira