Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-2 | Skrautlegt mark er Víkingur komst aftur á sigurbraut Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júlí 2020 21:30 Þessir tveir hjálpuðu Víking að landa þremur stigum í kvöld. Vísir/Vilhelm Víkingur komst aftur á sigurbaut er liðið vann 2-0 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Víkings í síðustu þremur leikjum en liðið hafði tapað gegn KR og Val í síðustu tveimur umferðum. Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson voru mættir í miðja vörnina hjá Víkingum en Halldór Smári náði þó einungis að spila rúman hálftíma er hann var studdur af velli vegna meiðsla. HK skipti Herði Árnasyni út fyrir Ívar Örn Jónsson eftir jafnteflið upp á Skaga. Heimamenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Þeir voru duglegir að láta Valgeir hafa boltann og hann var að gera Dofra lífið leitt í vinstri bakverðinum. Þeir náðu þó ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri en fengu tvö til þrjú álitleg. Það voru þó gestirnir sem komust yfir með skrautlegu marki á 26. mínútu. Viktor Örlygur Andrason tók aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í fjærhorninu án þess að nokkur kæmi við hann. Hörmuleg mistök hjá Sigurði Hrannari Björnssyni, markverði HK, en allir í Kórnum héldu að hann myndi koma út og hirða boltann - enda skoppaði hann inn í markteignum. Víkingar vöknuðu aðeins við markið og fóru að finna fleiri álitlegar sendingar fram völlinn. Þeir leystu pressu HK aðeins betur en þeir fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn án þess að eiga skot á markið í fyrri hálfleik. Bæði lið þreifuðu fyrir sér fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, virtist ekki ánægður með sína menn og gerði tvöfalda skiptingu á 55. mínútu. Hann breytti um leikkerfi og fór í 3-5-2. Það kom fáum á óvart að annað mark leiksins skoraði framherjinn magnaði Óttar Magnús Karlsson. Hann hristi af sér varnarmenn HK eins og að drekka vatn og þrumaði boltanum í stöng og inn. Eftir það sigldu Víkingarnir sigrinum nokkuð þægilega heim. Lokatölur 0-2. Afhverju vann Víkingur? Það er í raun erfitt að segja en þeir nýttu „færin“ ef færi má kalla. Fyrsta markið var í raun gjöf af hálfu HK og Óttar Magnús sýndi snilli sína í öðru markinu. HK hefði mögulega átt að gera betur fyrsta hálftímann þegar þeir höfðu undirtökin en Víkingar vörðust fimlega. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald Hlynsson var öflugur sem fyrr og mikil yfirferð á honum. Kári Árnason var einkar traustur í miðri vörninni og það skipti ekki hvort að það var hliðina á Halldóri Smára eða Viktori Örlygi. Óttar Magnús er svo magnaður framherji. Þarf ekki mikið pláss en þegar hann fær það er voðinn vís. Valgeir var einu sinni sem oftar öflugastur hjá HK. Hann var einkar líflegur er hann fékk boltann, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Birnir Snær Ingason var í engum takti við leikinn á vinstri vængnum og Sigurður Hrannar Björnsson vill væntanlega gleyma fyrsta markinu sem fyrst. Gjöf sem kom Víkingum inn í leikinn. Það voru margir einnig hjá Víkingi sem hafa oft spilað betur en þeir börðu sigurinn í gegn. Hvað gerist næst? HK er á leið í erfiða tvo leiki. Þeir mæta Stjörnunni á útivelli áður en það verður Kópavogsslagur í Kórnum. Víkingur mætir hins vegar ÍA á heimavelli áður en þeir fara út á Seltjarnanes og mæta heimamönnum í Gróttu. Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjúvísir/daníel þór Arnar: Fótboltinn er stundum furðulegur leikur „Ég er drullu feginn. Við náðum engum takti í þessum leik og þetta var iðnaðarsigur,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, í leikslok. „Við vorum að ströggla frá fyrstu mínútu. Ömurlegir í fyrri hálfleik og síður skárri í síðari hálfleik en það þarf að vinna þessa leiki. Þetta er drullu erfiður, afsakið orðbragðið, útivöllur, svo þrjú stig er mjög flott að fá á þessum velli.“ „HK liðið var flott. Þeir voru baráttuglaðir og voru á undan í alla seinni bolta og návígi. Lélegur leikur en falleg þrjú stig.“ Arnar var sammála undirrituðum að þessi leikur hefði mögulega tapað á síðustu leiktíð. „Ungu strákarnir eru orðnir ári eldri og þetta hefur verið smá drama síðustu leiki. Svo fer Halli [Halldór Smári] útaf í fyrri hálfleik þegar við vorum að ná tökum á leiknum. Það var ekkert flæði og það vantaði kjöt hjá okkur, til þess að vinna návígin og þess háttar.“ „Það þarf að gera það í fótbolta. Eins og ég sagði við strákana í hálfleik; það er ekki nóg lengur að vera góður í fótbolta. Það þarf að vinna skítavinnuna og fara í návígin og gjöra svo vel að vinna þau. Ég er fyrst og fremst glaður með stigin þrjú.“ Hann segir þó að mikilvægast hafi verið stigin þrjú. „Fótboltinn er stundum furðulegur leikur. Við höfum oft spilað betur en þetta og tapað. Svo kemur fyrsta markið einhver frík aukaspyrna. Stundum þarf ekki nema lítil atriði til þess að snúa mómentum þér í vil. Þú verður að vinna fyrir því og hafa trú á því að þessi mómentum muni gerast.“ „Maður talaði um eftir síðasta leik að menn myndu hætta að vorkenna sér en núna fengum við heppnina með okkur í lið og það er merki góðra liða og merki þess að við unnum vel fyrir henni,“ sagði Arnar. Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK.vísir/bára Brynjar: Víkingarnir skora upp úr engu „Ég er svekktur og fúll. Í hálftíma var ég ánægður með leikinn. Mér fannst við vera með frumkvæðið og vorum að ógna ágætlega en svo skora Víkingarnir upp úr engu. Það slær okkur aðeins út af laginu,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK. „Það var dálítið erfitt eftir það en við vorum engu að síður með í leiknum. Aftur skora þeir upp úr engu og það var erfitt eftir það. Við sköpuðum smá hættu í fyrri hálfleik en ekki seinni.“ „Að sama skapi held ég að Víkingarnir hafi ekki skapað marktækifæri fyrr en á 80. eða 85. mínútu en samt skoruðu þeir tvö mörk.“ HK var síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en var 1-0 undir eftir hálfleikinn. Hvað sagði Brynjar í hálfleik? „Það var ekkert mikið að segja. Það var að halda áfram og gera það sama. Við fáum á okkur ódýrt mark en það gerist. Alveg sama á móti hverjum eða hvernig það gerast, þá þarf að halda áfram.“ „Við töluðum um það og við gerðum það en Víkingarnir vörðust vel. Við vorum með smá móment fyrstu fimmtán mínúturnar en töpuðum því og leikurinn var fram og til baka. Það var erfitt eftir það að skapa færi fyrir okkur.“ HK hefur ekki unnið síðan liðið vann 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Þjálfarinn er þó í rónni. „Nei, ekki neitt. Þetta er einn leikur í einu. Auðvitað stefndum við að því að vinna á heimavelli í fyrsta sinn á þessu tímabili. Við erum búnir að gera ágætlega á útivelli og næsti leikur er á útivelli og við erum sæmilega bjartsýnir fyrir það,“ sagði Brynjar. Pepsi Max-deild karla HK Víkingur Reykjavík
Víkingur komst aftur á sigurbaut er liðið vann 2-0 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Víkings í síðustu þremur leikjum en liðið hafði tapað gegn KR og Val í síðustu tveimur umferðum. Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson voru mættir í miðja vörnina hjá Víkingum en Halldór Smári náði þó einungis að spila rúman hálftíma er hann var studdur af velli vegna meiðsla. HK skipti Herði Árnasyni út fyrir Ívar Örn Jónsson eftir jafnteflið upp á Skaga. Heimamenn voru sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Þeir voru duglegir að láta Valgeir hafa boltann og hann var að gera Dofra lífið leitt í vinstri bakverðinum. Þeir náðu þó ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri en fengu tvö til þrjú álitleg. Það voru þó gestirnir sem komust yfir með skrautlegu marki á 26. mínútu. Viktor Örlygur Andrason tók aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í fjærhorninu án þess að nokkur kæmi við hann. Hörmuleg mistök hjá Sigurði Hrannari Björnssyni, markverði HK, en allir í Kórnum héldu að hann myndi koma út og hirða boltann - enda skoppaði hann inn í markteignum. Víkingar vöknuðu aðeins við markið og fóru að finna fleiri álitlegar sendingar fram völlinn. Þeir leystu pressu HK aðeins betur en þeir fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn án þess að eiga skot á markið í fyrri hálfleik. Bæði lið þreifuðu fyrir sér fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálfleik en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, virtist ekki ánægður með sína menn og gerði tvöfalda skiptingu á 55. mínútu. Hann breytti um leikkerfi og fór í 3-5-2. Það kom fáum á óvart að annað mark leiksins skoraði framherjinn magnaði Óttar Magnús Karlsson. Hann hristi af sér varnarmenn HK eins og að drekka vatn og þrumaði boltanum í stöng og inn. Eftir það sigldu Víkingarnir sigrinum nokkuð þægilega heim. Lokatölur 0-2. Afhverju vann Víkingur? Það er í raun erfitt að segja en þeir nýttu „færin“ ef færi má kalla. Fyrsta markið var í raun gjöf af hálfu HK og Óttar Magnús sýndi snilli sína í öðru markinu. HK hefði mögulega átt að gera betur fyrsta hálftímann þegar þeir höfðu undirtökin en Víkingar vörðust fimlega. Hverjir stóðu upp úr? Ágúst Eðvald Hlynsson var öflugur sem fyrr og mikil yfirferð á honum. Kári Árnason var einkar traustur í miðri vörninni og það skipti ekki hvort að það var hliðina á Halldóri Smára eða Viktori Örlygi. Óttar Magnús er svo magnaður framherji. Þarf ekki mikið pláss en þegar hann fær það er voðinn vís. Valgeir var einu sinni sem oftar öflugastur hjá HK. Hann var einkar líflegur er hann fékk boltann, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Birnir Snær Ingason var í engum takti við leikinn á vinstri vængnum og Sigurður Hrannar Björnsson vill væntanlega gleyma fyrsta markinu sem fyrst. Gjöf sem kom Víkingum inn í leikinn. Það voru margir einnig hjá Víkingi sem hafa oft spilað betur en þeir börðu sigurinn í gegn. Hvað gerist næst? HK er á leið í erfiða tvo leiki. Þeir mæta Stjörnunni á útivelli áður en það verður Kópavogsslagur í Kórnum. Víkingur mætir hins vegar ÍA á heimavelli áður en þeir fara út á Seltjarnanes og mæta heimamönnum í Gróttu. Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjúvísir/daníel þór Arnar: Fótboltinn er stundum furðulegur leikur „Ég er drullu feginn. Við náðum engum takti í þessum leik og þetta var iðnaðarsigur,“ voru fyrstu viðbrögð Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkinga, í leikslok. „Við vorum að ströggla frá fyrstu mínútu. Ömurlegir í fyrri hálfleik og síður skárri í síðari hálfleik en það þarf að vinna þessa leiki. Þetta er drullu erfiður, afsakið orðbragðið, útivöllur, svo þrjú stig er mjög flott að fá á þessum velli.“ „HK liðið var flott. Þeir voru baráttuglaðir og voru á undan í alla seinni bolta og návígi. Lélegur leikur en falleg þrjú stig.“ Arnar var sammála undirrituðum að þessi leikur hefði mögulega tapað á síðustu leiktíð. „Ungu strákarnir eru orðnir ári eldri og þetta hefur verið smá drama síðustu leiki. Svo fer Halli [Halldór Smári] útaf í fyrri hálfleik þegar við vorum að ná tökum á leiknum. Það var ekkert flæði og það vantaði kjöt hjá okkur, til þess að vinna návígin og þess háttar.“ „Það þarf að gera það í fótbolta. Eins og ég sagði við strákana í hálfleik; það er ekki nóg lengur að vera góður í fótbolta. Það þarf að vinna skítavinnuna og fara í návígin og gjöra svo vel að vinna þau. Ég er fyrst og fremst glaður með stigin þrjú.“ Hann segir þó að mikilvægast hafi verið stigin þrjú. „Fótboltinn er stundum furðulegur leikur. Við höfum oft spilað betur en þetta og tapað. Svo kemur fyrsta markið einhver frík aukaspyrna. Stundum þarf ekki nema lítil atriði til þess að snúa mómentum þér í vil. Þú verður að vinna fyrir því og hafa trú á því að þessi mómentum muni gerast.“ „Maður talaði um eftir síðasta leik að menn myndu hætta að vorkenna sér en núna fengum við heppnina með okkur í lið og það er merki góðra liða og merki þess að við unnum vel fyrir henni,“ sagði Arnar. Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK.vísir/bára Brynjar: Víkingarnir skora upp úr engu „Ég er svekktur og fúll. Í hálftíma var ég ánægður með leikinn. Mér fannst við vera með frumkvæðið og vorum að ógna ágætlega en svo skora Víkingarnir upp úr engu. Það slær okkur aðeins út af laginu,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK. „Það var dálítið erfitt eftir það en við vorum engu að síður með í leiknum. Aftur skora þeir upp úr engu og það var erfitt eftir það. Við sköpuðum smá hættu í fyrri hálfleik en ekki seinni.“ „Að sama skapi held ég að Víkingarnir hafi ekki skapað marktækifæri fyrr en á 80. eða 85. mínútu en samt skoruðu þeir tvö mörk.“ HK var síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en var 1-0 undir eftir hálfleikinn. Hvað sagði Brynjar í hálfleik? „Það var ekkert mikið að segja. Það var að halda áfram og gera það sama. Við fáum á okkur ódýrt mark en það gerist. Alveg sama á móti hverjum eða hvernig það gerast, þá þarf að halda áfram.“ „Við töluðum um það og við gerðum það en Víkingarnir vörðust vel. Við vorum með smá móment fyrstu fimmtán mínúturnar en töpuðum því og leikurinn var fram og til baka. Það var erfitt eftir það að skapa færi fyrir okkur.“ HK hefur ekki unnið síðan liðið vann 3-0 sigur á KR á Meistaravöllum. Þjálfarinn er þó í rónni. „Nei, ekki neitt. Þetta er einn leikur í einu. Auðvitað stefndum við að því að vinna á heimavelli í fyrsta sinn á þessu tímabili. Við erum búnir að gera ágætlega á útivelli og næsti leikur er á útivelli og við erum sæmilega bjartsýnir fyrir það,“ sagði Brynjar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti