Manchester United setti met með sigrinum í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 14:30 Pogba skoraði þriðja mark Man Utd í gær sem sá til þess að þeir settu metið. Shaun Botterill/Getty Images Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær heimsóttu Villa Park í gær og mættu þar heimamönnum í Aston Villa í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United vann leikinn þægilega 3-0 og setti met í leiðinni. Mörkin skoruðu þeir Bruno Fernandes, Mason Greenwood og Paul Pogba. Var þetta fjórði leikurinn í röð þar sem Man Utd vinnur með þremur mörkum eða meira. Ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hefur leikið það eftir frá því deildin var sett á laggirnar. Man Utd become the first team in #PL history to win 4 consecutive matches by 3+ goals#AVLMUN pic.twitter.com/wmnKSsRfQg— Premier League (@premierleague) July 9, 2020 Solskjær virðist loks hafa fundið réttu blönduna. Þeir félagar Bruno Fernandes og Paul Pogba smella eins og flís við rass á miðju liðsins. Þá virðist Mason Greenwood ekki geta reimað á sig takkaskó án þess að lúðra inn allavega einu. Á meðan mörg lið hafa átt erfitt uppdráttar eftir að enska deildin fór aftur af stað eftir Covid-pásuna þá hafa leikmenn United farið mikinn. Eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham Hotspur á útivelli í fyrsta leik eftir fríið – ef frí skyldi kalla – þá hafa flóðgáttirnar opnast hjá leikmönnum liðsins. Sheffield United mætti á Old Trafford og mátti þola 3-0 tap þökk sé þrennu Anthony Martial. Lærisveinar Ole heimsóttu svo Brighton & Hove Albion og aftur unnu þeir 3-0. Greenwood kom United yfir eftir rúmar fimmtán mínútur og Bruno bætti við tveimur áður en leiknum var lokið. Eddie Howe og hans menn í Bournemouth heimsóttu síðan Old Trafford. Gestirnir komust óvænt yfir en United svaraði með fimm mörkum áður en klukkutími var liðinn af leiknum. Greenwood skoraði tvívegis og þeir Marcus Rashford, Martial og Bruno skoruðu eitt hver. Bournemouth skoraði þar á milli svo United vann 5-2 sigur. Í gær var Aston Villa lagt af velli og metið því komið í hús. Ef horft er í þá leiki sem Manchester United á eftir í deildinni þá kæmi lítið á óvart ef liðið myndi halda áfram að raða inn mörkum. Man Utd mætir Southampton þann 13. júlí, Crystal Palace þann 16. júlí, West Ham United þann 22. júlí og svo Leicester City þann 26. júlí. Gæti farið svo að lokaleikurinn verði einfaldlega upp á 4. sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira