Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 23:40 Ef kosið yrði í dag gæti svo farið að Joe Biden (t.v.) hefði afgerandi sigur gegn Trump forseta. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. Biden er ekki aðeins með stórt forskot á landsvísu heldur mælist með meiri stuðning í nánast öllum lykilríkjum. Frá upphafi kjörtímabils Trump árið 2017 hafa fleiri verið óánægðir með störf hans en ánægðir. Þrátt fyrir það bentu skoðanakannanir lengi vel til þess að tiltölulega mjótt yrði á munum þegar spurt var um mögulega mótframbjóðendur Demókrataflokksins. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og hávær mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hafa aukið enn á óvinsældir forsetans. Tæp 56% segjast nú óánægð með störf Trump en 40% ánægð. Kjósendur telja Trump hafa brugðist illa við faraldrinum og samskipti ólíkra kynþátta er sá málaflokkur sem þeir hafa treysta Trump minnst fyrir. Nú þegar tæpir fjórir mánuðir eru til kosninga eru teikn á lofti um að Trump gæti beðið afhroð gegn Biden. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana undanfarinn mánuð er Biden með á bilinu 8,9-9,6 prósentustiga forskot á forsetann á landsvísu, að því er segir í úttekt Five Thirty Eight, tölfræðivefs sem heldur utan um meðaltal kannana og vinnur kosningaspár. Nær öll lykilríkin hallast að Biden Úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum ráðast oftar en ekki af því hvernig fer í nokkrum lykilríkjum þar sem tiltölulega litlu munar á stuðningi við flokkana tvo. Bandaríkjamenn kjósa forseta ekki beinni kosningu heldur fær hvert ríki jafnmarga svonefnda kjörmenn og þau hafa þingmenn á Bandaríkjaþingi. Kjörmennirnir svo forsetann. Þannig tryggði Trump sér sigur í kosningunum árið 2016 með því að sigra naumlega í lykilríkjum eins og Pennsylvaníu, Wisconsin og Michigan þrátt fyrir að hann fengi færri atkvæði en Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, á landsvísu. Skoðanakannanir í einstökum ríkjum bera þess merki að endurkjör Trump sé í raunverulegri hættu. Þannig er Biden með forskot í nærri því öllum lykilríkjunum um þessar mundir, þar á meðal í Georgíu sem hallast vanalega að Repúblikanaflokknum. Landaði Biden sigri í öllum þeim lykilríkjum sem hallast frekar að demókrötum tryggði hann sér nægan fjölda kjörmanna til þess að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Greinandi Five Thirty Eight bendir þó á að enn sé töluvert í kosningarnar og landslagið geti breyst í millitíðinni. Nýleg greining CNN á forsetakosningum þar sem forseti sóttist eftir endurkjöri sýndi hins vegar að sjö prósentustiga sveifla varð að meðaltali frá skoðanakönnunum á þessu stigi kosningabaráttunnar og endanlegra úrslita kosninga. Jafnvel þó að Trump bætti sig um sjö prósentustig gagnvart Biden fyrir kjördag stæði hann enn höllum fæti. Enn verri væri staða forsetans ef sveiflan yrði aðeins 4,5 stig eins og hún hefur verið að miðgildi frá 1940.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40 Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1. júlí 2020 10:40
Trump krefur CNN um afsökunarbeiðni vegna könnunar sem sýndi Biden með forskot Lögmaður forsetaframboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sent CNN-sjónvarpsstöðinni bréf þar sem þess er krafist að stöðin dragi til baka skoðanakönnun sem sýndi Joe Biden með töluvert forskot og biðjist afsökunar á henni. Forseti CNN hefur þegar hafnað kröfunni. 10. júní 2020 19:05