Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 4-1 KA | Þriðji sigur Fylkis en KA í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 20:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/daníel Fylkir er á fljúgandi siglingu og er með þrjá sigurleiki í röð í Pepsi Max-deildinni eftir 4-1 sigur á KA í kvöld. Það er hins vegar ekki sama uppi á teningnum hjá KA sem er með tvö stig í fyrstu fjórum leikjunum. Bæði lið hreyfðu aðeins við sínu liði frá síðustu umferð en KA-menn settu m.a. Ásgeir Sigurgeirsson á bekkinn frá því í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Arnar Sveinn Geirsson og Arnór Gauti Jónsson voru komnir í liðið hjá Fylki. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hundleiðinlegar. Ekkert markvert gerðist og liðin voru að þreifa á hvort öðru. Það fór svo aðeins að færast fjör í leikinn og KA-menn höfðu átt hættulegri færi er Fylkismenn komust yfir. Heimamenn voru beittir í sínum skyndisóknum og fyrsta markið kom einmitt úr skyndisókn. Djair Williams skoraði þá eftir flotta sókn en Valdimar Þór Ingimundarson kom boltanum á Djair sem skilaði boltanum laglega í netið. Fylkismenn voru yfir í hálfleik en KA-menn þurftu að spila mun betur ef þeir ætluðu að hafa eitthvað út úr leiknum. Það var ekki að sjá í upphafi síðari hálfleiks því það voru Fylkismenn sem fengu færin í upphafi síðari hálfleiks. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti er KA jafnaði metin á 67. mínútu. Þeir komust bakvið Arnar Svein í markinu, Hallgrímur Mar gaf boltann fyrir markið þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skilaði boltanum í netið. Annar leikurinn í röð sem Guðmundur skorar. Staðan var einungis jöfn í fimm mínútur því Daði Ólafsson kom Fylki yfir á 72. mínútu með hörkuskoti en Aron Dagur Birnuson í marki KA gerði skelfileg mistök í markinu. Hann gerði önnur skelfileg mistök þremur mínútum síðar er Valdimar Þór skoraði og gerði út um leikinn. Martraðarmínútur fyrir markvörðinn unga. Fylkismenn unnu að lokum nokkuð verðskuldaðan 4-1 sigur eftir að varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson skoraði fjórða markið. Þriðji sigur Fylkis í röð og er liðið komið upp í 7. sæti deildarinnar en KA er einungis með tvö stig af tólf mögulegum í næst neðsta sætinu. Orri Sveinn Stefánsson skorar fjórða mark Fylkis.vísir/daníel Af hverju vann Fylkir? Fylkir átti sigurinn skilið. Þeir héldu betur í boltann, sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau betur. Auðvitað fengu þeir tvö mörk gefins frá Aroni Degi en þeir virkuðu einfaldlega orkumeiri, höfðu meiri áhuga á verkefninu og uppskáru eftir því. KA-menn þurfa að líta í eigin barm en þeir þurfa að gera mun betur ef ekki á illa að fara. Hverjir stóðu upp úr? Djair Terraii Carl Parfitt-Williams átti sinn besta leik í Fylkisbúningnum. Hann skoraði eitt og var sífellt ógnandi er hann fékk boltann. Valdimar Þór Ingimundarson er þekkt stærð og hann heldur bara áfram að spila vel. Unun að fylgjast með honum. Krakkasveitin bak við Valdimar á miðjunni gerði einnig vel. Það var fátt um fína drætti hjá KA. Eiginlega bara minna en fátt. Guðmundur Steinn hélt vel í boltann er hann fékk boltann og skoraði eitt mark en hann var ansi einangraður. Hvað gekk illa? Hvernig ætlaði KA að skora? Hvað voru þeir að reyna? Að mínu mati er leikur KA mikil vonbrigði í kvöld og í raun tilefni til þess að hafa miklar áhyggjur. Liðið er með tvö stig af tólf mögulegum en liðið skapaði sér ekki mörg færi í kvöld. Þau eru í raun talin á fingrum annarar handar.Hvað gerist næst? Fylkismenn eru á leið í rosalegt prógram. Þeir mæta FH, KR og Val í næstu þremur leikjum en sú hrina hefst á útivelli gegn FH í Kaplakrika á mánudag. KA fær tvo heimaleiki í næstu tveimur leikjum sem þeir verða að taka sex stig úr; gegn nýliðum Fjölnis og Gróttu. Djair og Rodrigo eigast við.vísir/daníel Ólafur Stígsson: Þetta var geggjað „Þetta var hörkuleikur og ég er mjög ánægður með framlagið hjá strákunum í dag. Þeir hlupu, hlupu og hlupu og voru mjög öflugir. Þetta var geggjað,“ sagði Ólafur Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir leikinn og var sammála blaðamanni að mark KA hafi komið gegn gangi leiksins. „Mér fannst það en þetta er eins og það er og við svöruðum þessu heldur betur.“ Ólafur horfði mest í karakterinn og framlagið í dag, fremur en mögulgea bæðin. „Ég er mjög ánægður með karakterinn og vinnusemina hjá strákunum. Þeir unnu alveg fram á síðustu mínútu og það skilaði þessum sigri.“ Eftir tvo tapleiki í upphafi móts þá hafa Fylkismenn unnið þrjá leiki í röð og eru á mikilli uppleið. „Það er betra að vinna svo við hljótum að vera á uppleið en allir leikir eru erfiðir og við höfum náð að gíra okkur vel upp í þessa leiki undanfarið. Vonandi höldum við því áfram.“ Næstu þrír leiki Fylkis eru gegn „risunum“ í FH, KR og Val - svo þeirra bíða mikil og stór verkefni. „Öll lið eru að gefa hvort öðru leik í mótinu svo okkur hlakkar mikið til næsta leik,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson. Elías Ingi dæmdi leikinn frábærlega í kvöld.vísir/daníel Óli Stefán: Þetta korter var erfitt „Við jöfnum leikinn en fáum svo á okkur að mér fannst mark gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik. Við vorum að fá fullt af góðum stöðum í fyrri hálfleik og hefðum getað klárað þær en þegar við að náum að jafna og komumst vel inn í leikinn. Við gáfum svo eftir og þeir ganga á lagið,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Hann segir að markið sem liðið fékk á sig eftir hörmuleg mistök Arons Dags hafi haft áhrif. „Það stuðaði okkur aðeins. Við hörfuðum aðeins eftir markið og ég var svekktur með það. Ég er svekktur að við létum ekki kné fylgja kviði og halda áfram að sækja á þá. Við vorum að fá góðar stöður á síðasta þriðjung.“ „Eftir Blikaleikinn töluðum við um að það hefði verið mikil stígandi í frammistöðunni. Úrslitin verða að fylgja og um það snýst þessi leikur en ég lít svo á að við höfum tekið eitt stórt skref til baka í dag.“ Atli Viðar spurði Óla Stefán út í þá ákvörðun að spila með þriggja, eða fimm manna vörn, en þegar KA fór á flug síðasta sumar spiluðu þeir með fjögurra manna línu. „Við ákváðum seint í vetur að fara í þriggja manna út frá þeim mannskap sem við erum með. Við fáum erlendu leikmennina inn seint og sáum það eftir Víkingsleikinn að þriggja manna kerfið myndi henta betur. Enda hefur það gert það. Fyrir þennan leik höfðum við spilað átta leiki og tapað bara einum leik upp á Skaga, með þessum æfingaleikjum og annað.“ „Það hefur verið stígandi í þessu og við teljum að við séum að gera rétta hluti. Auðvitað verður maður að horfa á hvað fer úrskeiðis því þeir keyra yfir okkur á fimmtán mínútum. Þetta lítur illa út og við þurfum að skoða þetta vel.“ Hann segir að meiðsli lykilmanns eins og Hallgríms Jónassonar hafi eðlilega mikil áhrif. „Það gerir það, svo sannarlega. Hann meiðist við lok gluggans og við náum ekki að bregðast við. Við verðum þá að vinna í lausnum og Rodri sem er að mínu mati ein besta „sexan“ í deildinni, hann verður að leysa þetta hlutverk núna. Hann gerði það frábærlega gegn Blikum en þetta korter var erfitt.“ Pepsi Max-deild karla KA Fylkir
Fylkir er á fljúgandi siglingu og er með þrjá sigurleiki í röð í Pepsi Max-deildinni eftir 4-1 sigur á KA í kvöld. Það er hins vegar ekki sama uppi á teningnum hjá KA sem er með tvö stig í fyrstu fjórum leikjunum. Bæði lið hreyfðu aðeins við sínu liði frá síðustu umferð en KA-menn settu m.a. Ásgeir Sigurgeirsson á bekkinn frá því í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Arnar Sveinn Geirsson og Arnór Gauti Jónsson voru komnir í liðið hjá Fylki. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hundleiðinlegar. Ekkert markvert gerðist og liðin voru að þreifa á hvort öðru. Það fór svo aðeins að færast fjör í leikinn og KA-menn höfðu átt hættulegri færi er Fylkismenn komust yfir. Heimamenn voru beittir í sínum skyndisóknum og fyrsta markið kom einmitt úr skyndisókn. Djair Williams skoraði þá eftir flotta sókn en Valdimar Þór Ingimundarson kom boltanum á Djair sem skilaði boltanum laglega í netið. Fylkismenn voru yfir í hálfleik en KA-menn þurftu að spila mun betur ef þeir ætluðu að hafa eitthvað út úr leiknum. Það var ekki að sjá í upphafi síðari hálfleiks því það voru Fylkismenn sem fengu færin í upphafi síðari hálfleiks. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti er KA jafnaði metin á 67. mínútu. Þeir komust bakvið Arnar Svein í markinu, Hallgrímur Mar gaf boltann fyrir markið þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skilaði boltanum í netið. Annar leikurinn í röð sem Guðmundur skorar. Staðan var einungis jöfn í fimm mínútur því Daði Ólafsson kom Fylki yfir á 72. mínútu með hörkuskoti en Aron Dagur Birnuson í marki KA gerði skelfileg mistök í markinu. Hann gerði önnur skelfileg mistök þremur mínútum síðar er Valdimar Þór skoraði og gerði út um leikinn. Martraðarmínútur fyrir markvörðinn unga. Fylkismenn unnu að lokum nokkuð verðskuldaðan 4-1 sigur eftir að varnarmaðurinn Orri Sveinn Stefánsson skoraði fjórða markið. Þriðji sigur Fylkis í röð og er liðið komið upp í 7. sæti deildarinnar en KA er einungis með tvö stig af tólf mögulegum í næst neðsta sætinu. Orri Sveinn Stefánsson skorar fjórða mark Fylkis.vísir/daníel Af hverju vann Fylkir? Fylkir átti sigurinn skilið. Þeir héldu betur í boltann, sköpuðu sér fleiri færi og nýttu þau betur. Auðvitað fengu þeir tvö mörk gefins frá Aroni Degi en þeir virkuðu einfaldlega orkumeiri, höfðu meiri áhuga á verkefninu og uppskáru eftir því. KA-menn þurfa að líta í eigin barm en þeir þurfa að gera mun betur ef ekki á illa að fara. Hverjir stóðu upp úr? Djair Terraii Carl Parfitt-Williams átti sinn besta leik í Fylkisbúningnum. Hann skoraði eitt og var sífellt ógnandi er hann fékk boltann. Valdimar Þór Ingimundarson er þekkt stærð og hann heldur bara áfram að spila vel. Unun að fylgjast með honum. Krakkasveitin bak við Valdimar á miðjunni gerði einnig vel. Það var fátt um fína drætti hjá KA. Eiginlega bara minna en fátt. Guðmundur Steinn hélt vel í boltann er hann fékk boltann og skoraði eitt mark en hann var ansi einangraður. Hvað gekk illa? Hvernig ætlaði KA að skora? Hvað voru þeir að reyna? Að mínu mati er leikur KA mikil vonbrigði í kvöld og í raun tilefni til þess að hafa miklar áhyggjur. Liðið er með tvö stig af tólf mögulegum en liðið skapaði sér ekki mörg færi í kvöld. Þau eru í raun talin á fingrum annarar handar.Hvað gerist næst? Fylkismenn eru á leið í rosalegt prógram. Þeir mæta FH, KR og Val í næstu þremur leikjum en sú hrina hefst á útivelli gegn FH í Kaplakrika á mánudag. KA fær tvo heimaleiki í næstu tveimur leikjum sem þeir verða að taka sex stig úr; gegn nýliðum Fjölnis og Gróttu. Djair og Rodrigo eigast við.vísir/daníel Ólafur Stígsson: Þetta var geggjað „Þetta var hörkuleikur og ég er mjög ánægður með framlagið hjá strákunum í dag. Þeir hlupu, hlupu og hlupu og voru mjög öflugir. Þetta var geggjað,“ sagði Ólafur Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir leikinn og var sammála blaðamanni að mark KA hafi komið gegn gangi leiksins. „Mér fannst það en þetta er eins og það er og við svöruðum þessu heldur betur.“ Ólafur horfði mest í karakterinn og framlagið í dag, fremur en mögulgea bæðin. „Ég er mjög ánægður með karakterinn og vinnusemina hjá strákunum. Þeir unnu alveg fram á síðustu mínútu og það skilaði þessum sigri.“ Eftir tvo tapleiki í upphafi móts þá hafa Fylkismenn unnið þrjá leiki í röð og eru á mikilli uppleið. „Það er betra að vinna svo við hljótum að vera á uppleið en allir leikir eru erfiðir og við höfum náð að gíra okkur vel upp í þessa leiki undanfarið. Vonandi höldum við því áfram.“ Næstu þrír leiki Fylkis eru gegn „risunum“ í FH, KR og Val - svo þeirra bíða mikil og stór verkefni. „Öll lið eru að gefa hvort öðru leik í mótinu svo okkur hlakkar mikið til næsta leik,“ sagði Ólafur Ingi Stígsson. Elías Ingi dæmdi leikinn frábærlega í kvöld.vísir/daníel Óli Stefán: Þetta korter var erfitt „Við jöfnum leikinn en fáum svo á okkur að mér fannst mark gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik. Við vorum að fá fullt af góðum stöðum í fyrri hálfleik og hefðum getað klárað þær en þegar við að náum að jafna og komumst vel inn í leikinn. Við gáfum svo eftir og þeir ganga á lagið,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Hann segir að markið sem liðið fékk á sig eftir hörmuleg mistök Arons Dags hafi haft áhrif. „Það stuðaði okkur aðeins. Við hörfuðum aðeins eftir markið og ég var svekktur með það. Ég er svekktur að við létum ekki kné fylgja kviði og halda áfram að sækja á þá. Við vorum að fá góðar stöður á síðasta þriðjung.“ „Eftir Blikaleikinn töluðum við um að það hefði verið mikil stígandi í frammistöðunni. Úrslitin verða að fylgja og um það snýst þessi leikur en ég lít svo á að við höfum tekið eitt stórt skref til baka í dag.“ Atli Viðar spurði Óla Stefán út í þá ákvörðun að spila með þriggja, eða fimm manna vörn, en þegar KA fór á flug síðasta sumar spiluðu þeir með fjögurra manna línu. „Við ákváðum seint í vetur að fara í þriggja manna út frá þeim mannskap sem við erum með. Við fáum erlendu leikmennina inn seint og sáum það eftir Víkingsleikinn að þriggja manna kerfið myndi henta betur. Enda hefur það gert það. Fyrir þennan leik höfðum við spilað átta leiki og tapað bara einum leik upp á Skaga, með þessum æfingaleikjum og annað.“ „Það hefur verið stígandi í þessu og við teljum að við séum að gera rétta hluti. Auðvitað verður maður að horfa á hvað fer úrskeiðis því þeir keyra yfir okkur á fimmtán mínútum. Þetta lítur illa út og við þurfum að skoða þetta vel.“ Hann segir að meiðsli lykilmanns eins og Hallgríms Jónassonar hafi eðlilega mikil áhrif. „Það gerir það, svo sannarlega. Hann meiðist við lok gluggans og við náum ekki að bregðast við. Við verðum þá að vinna í lausnum og Rodri sem er að mínu mati ein besta „sexan“ í deildinni, hann verður að leysa þetta hlutverk núna. Hann gerði það frábærlega gegn Blikum en þetta korter var erfitt.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti