Stefna Hval og vilja fá rúmlega einn og hálfan milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:13 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári. Hvalveiðar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári.
Hvalveiðar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira