Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 06:37 Myndin umrædda. Þegar Fox notaði hana í umfjöllun sinni var Donald Trump þó hvergi sjáanlegur. Davidoff Studios/Getty Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira