Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 22:39 Bosko Obradovic, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Serbíu, veifar serbneska fánanum fyrir framan þingmenn meirihlutans. Mótmælendur og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar brutust inn í þinghúsið fyrr í kvöld. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans. Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans.
Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent