Fyrrverandi blaðamaður sakaður um landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 21:50 Ifran Safronov er bak við lás og slá en hann er sakaður um landráð. EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir. Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Rússneskar öryggissveitir handtóku í dag fyrrverandi blaðamann sem starfar nú sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimvísindastofnunarinnar. Hann er sakaður um landráð og er sagður hafa deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi. Myndskeið sem birt var af öryggissveitum rússnesku alríkislögreglunnar sýna frá því þegar Ivan Safronov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu af vopnuðum lögreglumönnum. Leitað var á honum áður en hann var leiddur inn í lögreglubíl. Þegar hann var leiddur fyrir dóm af grímuklæddum lögreglumönnum fram hjá hópi fréttafólks heyrðist hann segja „ég er saklaus,“ en réttarhöldin voru ekki aðgengileg almenningi. Hann var dæmdur í tveggja mánaða gæsluvarðhald, þar til 6. september, en þá á að rétta í málinu. Lögmenn hans segja að málinu verði áfrýjað. Sofronov á að hafa framið glæpinn þegar hann starfaði sem blaðamaður og sá hann um umfjöllun um hernaðarmál fyrir dagblaðið Kommersant. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja áratuga langa fangelsisvist verði hann sakfelldur. Talið er að réttarhöldin verði lokuð. Washington frétti af vopnasölu Rússa Þetta er í fyrsta skipti í nærri tvo áratugi sem blaðamaður hefur verið sakaður um landráð í Rússlandi að sögn Ivan Pavlov, eins lögmanna Safronov. Hann segir rannsakendur halda því fram að Safronov hafi deilt hernaðarleyndarmálum með Tékklandi í gegn um netið árið 2017. Upplýsingarnar tengdust vopnasölu Rússa í Mið-Austurlöndum og Afríku að sögn Pavlov. Þá eiga upplýsingarnar að hafa ratað til Washington að endingu. Fréttastofan TASS greindi frá því á síðasta ári að saksóknarar vildu höfða mál gegn Kommersant fyrir að hafa greint frá leynilegum gögnum. Þá sagði rússneska fréttaveitan The Bell frá því að grein sem Safronov skrifaði hafi verið fjarlægð af vefsíðu Kommersant. Í greininni var greint frá því að Egyptar hafi samið við Rússa að kaupa Sukhoi SU-35 herflugvélar en Bandaríkin hótuðu Egyptum viðskiptaþvingunum ef samningurinn gengi eftir.
Rússland Fjölmiðlar Tékkland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira