Formaður dómaranefndar KSÍ segir gagnrýni þurfa að vera málefnalega Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 18:00 Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. vísir/daníel Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti