Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 16:43 Hótel Saga hefur mátt þola mikið tekjufall eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Vísir/vilhelm Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira