Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 16:43 Hótel Saga hefur mátt þola mikið tekjufall eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Vísir/vilhelm Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira