Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 13:51 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira