Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2020 13:30 Linda Pé fér um víðan völl í viðtalinu. Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira