Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 09:16 Donald Trump og eiginkona hans Melania við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02