Hryðjuverkalögum Duterte sagt beint gegn andstæðingum hans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 14:12 Ung kona mótmælir hryðjuverkalögunum í borginni Quezon í síðasta mánuði. Stjórnarandstæðingar óttast að Duterte eigi eftir að beita lögunum gegn öllum þeim sem hann telur sér óvini sína. Vísir/EPA Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru. Lögreglan og herinn fá umfangsmiklar valdheimildir til þess að berjast gegn þeim sem stjórnvöld telja hryðjuverkamenn með nýju lögunum sem hafa sætt gagnrýni innlendra stjórnarandstæðinga og Sameinuðu þjóðanna. Lögspekingar vara við því að lögin séu almennt orðuð sem gæti þýtt að þeim verði beitt handahófskennt, þau geti skert friðhelgi einkalífs fólks og bælt niður friðsöm mótmæli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með lögunum er stofnað sérstakt ráð gegn hryðjuverkum sem forsetinn skipar. Það getur skilgreint einstaklinga og hópa sem hryðjuverkamenn og haldið þeim án ákæru í meira en þrjár vikur. Þau heimila einnig eftirlit og fjarskiptahleranir í allt að níutíu daga og gera brot refsiverð með lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Filippseyskir stjórnarandstæðingar segja að lögunum sé ætlað að halda áfram herferð Duterte gegn þeim sem standa í vegi valdboðsstjórn hans, þar á meðal blaðamönnum, kommúnistum, uppreisnarmönnum, prestum, lögfræðingum og aðgerðasinnum. Þannig reyni forsetinn að feta í fótspor einræðisherrans Ferdinands Marcos. Rodrigo Duterte forseti hefur stýrt Filippseyjum með harðri hendi undanfarin ár. Í tíð hans hafa tugir þúsunda manna verið drepnir utan dóms og laga í svonefndu fíkniefnastríði.Vísir/AP Talinn liður í ofsóknum gegn andófsmönnum og fjölmiðlum Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Duterte til þess að staðfesta ekki lögin sem var flýtt í gegnum þingið í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hún fullyrti að lögin gæfu grænt ljóst á kerfisbundnar árásir á pólitíska gagnrýnendur og andstæðinga. Duterte hefði steypt lýðræðinu á Filippseyjum niður í hyldýpi. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja lögin nýtt vopn til þess að brennimerkja og hundelta alla þá sem eru taldir óvinir ríkisins. Þau ættu eftir að gera líf baráttufólks fyrir mannréttindum enn erfiðara en það er fyrir. Stjórnvöld segja á móti að lögin eigi að gera þeim auðveldara fyrir að berjast gegn nútímaöryggisógnum, þar á meðal uppreisn vopnaðra sveita íslamista sem standa fyrir sjálfsmorðsárásum. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna var Duterte gagnrýndur fyrir að æsa til ofbeldis og mannréttindabrota, fyrst og fremst í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur hótað því að drepa 100.000 manns og náða lögreglumenn sem skjóta grunaða menn til bana. Tugir þúsundir manna hafa verið drepnir í fíkniefnastríðinu sem SÞ lýsa sem aftökum utan dóms og laga. Ríkisstjórnin hefur einnig beitt sér af hörku gegn frjálsum fjölmiðlum. Einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, ABS-CBN, var skipað að hætta opnum útsendingum og fréttasíðan Rappler hefur verið sökuð um skattaundanskot og ólöglegt eignarhald. Maria Ressa, ritstjóri Rappler, var sakfelld fyrir meiðyrði í garð auðugs kaupsýslumanns í síðasta mánuði en samtök blaðamanna um allan heim hafa mótmælt dómnum. Ressa var dæmd fyrir ummæli sem féllu fyrir átta árum þrátt fyrir að fyrningartími meiðyrðabrota væri fimm ár. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Stjórnarandstæðingar á Filippseyjum segja að ný hryðjuverkalög sem Rodrigo Duterte forseti staðfesti í dag verði notuð sem vopn gegn pólitískum andstæðingum hans og til þess að kæfa tjáningarfrelsi í landinu. Með lögunum geta stjórnvöld skilgreind einstaklinga sem hryðjuverkamenn og haldið þeim í allt að 24 daga án ákæru. Lögreglan og herinn fá umfangsmiklar valdheimildir til þess að berjast gegn þeim sem stjórnvöld telja hryðjuverkamenn með nýju lögunum sem hafa sætt gagnrýni innlendra stjórnarandstæðinga og Sameinuðu þjóðanna. Lögspekingar vara við því að lögin séu almennt orðuð sem gæti þýtt að þeim verði beitt handahófskennt, þau geti skert friðhelgi einkalífs fólks og bælt niður friðsöm mótmæli, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með lögunum er stofnað sérstakt ráð gegn hryðjuverkum sem forsetinn skipar. Það getur skilgreint einstaklinga og hópa sem hryðjuverkamenn og haldið þeim án ákæru í meira en þrjár vikur. Þau heimila einnig eftirlit og fjarskiptahleranir í allt að níutíu daga og gera brot refsiverð með lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Filippseyskir stjórnarandstæðingar segja að lögunum sé ætlað að halda áfram herferð Duterte gegn þeim sem standa í vegi valdboðsstjórn hans, þar á meðal blaðamönnum, kommúnistum, uppreisnarmönnum, prestum, lögfræðingum og aðgerðasinnum. Þannig reyni forsetinn að feta í fótspor einræðisherrans Ferdinands Marcos. Rodrigo Duterte forseti hefur stýrt Filippseyjum með harðri hendi undanfarin ár. Í tíð hans hafa tugir þúsunda manna verið drepnir utan dóms og laga í svonefndu fíkniefnastríði.Vísir/AP Talinn liður í ofsóknum gegn andófsmönnum og fjölmiðlum Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Duterte til þess að staðfesta ekki lögin sem var flýtt í gegnum þingið í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hún fullyrti að lögin gæfu grænt ljóst á kerfisbundnar árásir á pólitíska gagnrýnendur og andstæðinga. Duterte hefði steypt lýðræðinu á Filippseyjum niður í hyldýpi. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja lögin nýtt vopn til þess að brennimerkja og hundelta alla þá sem eru taldir óvinir ríkisins. Þau ættu eftir að gera líf baráttufólks fyrir mannréttindum enn erfiðara en það er fyrir. Stjórnvöld segja á móti að lögin eigi að gera þeim auðveldara fyrir að berjast gegn nútímaöryggisógnum, þar á meðal uppreisn vopnaðra sveita íslamista sem standa fyrir sjálfsmorðsárásum. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna var Duterte gagnrýndur fyrir að æsa til ofbeldis og mannréttindabrota, fyrst og fremst í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Forsetinn hefur hótað því að drepa 100.000 manns og náða lögreglumenn sem skjóta grunaða menn til bana. Tugir þúsundir manna hafa verið drepnir í fíkniefnastríðinu sem SÞ lýsa sem aftökum utan dóms og laga. Ríkisstjórnin hefur einnig beitt sér af hörku gegn frjálsum fjölmiðlum. Einu stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, ABS-CBN, var skipað að hætta opnum útsendingum og fréttasíðan Rappler hefur verið sökuð um skattaundanskot og ólöglegt eignarhald. Maria Ressa, ritstjóri Rappler, var sakfelld fyrir meiðyrði í garð auðugs kaupsýslumanns í síðasta mánuði en samtök blaðamanna um allan heim hafa mótmælt dómnum. Ressa var dæmd fyrir ummæli sem féllu fyrir átta árum þrátt fyrir að fyrningartími meiðyrðabrota væri fimm ár. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.
Filippseyjar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19 „Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19
Sakfelling blaðakonu talin áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun Verðlaunablaðakona á Filippseyjum var í morgun dæmd í fangelsi fyrir meiðyrði og er málið sagt áfall fyrir frjálsa fjölmiðlun í landinu. 15. júní 2020 07:19
„Íslenska úttektin“ sýnir að tugir þúsunda gætu hafa látist í fíkniefnastríðinu Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er afleiðing tillögu Íslands í mannréttindaráði. 4. júní 2020 09:05