Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júlí 2020 07:00 Viktoría Blöndal segir að það sé mikilvægt að sýna lífið eins og það er í raun og veru. Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. „Titillinn vísar í einkunnakerfi skólanna og er lýsandi fyrir ástand skáldsins. Það er annað hvort allt eða ekkert. Ljóðin og prósarnir í bókinni voru skrifaðir yfir tímabilið 2012-2020, þannig að bókin hefur sjálfsævisögulegt yfirbragð,“ útskýrir höfundurinn. „Fólk þarf ekki að kunna lesa ljóð eða hafa eitthvað vit á bókmenntasögunni til að skilja og tengja við margt sem fjallað er um í bókinni.“ Ekki þekkt fyrir að tala undir rós Viktoría Blöndal hefur skrifað frá blautu barnsbeini. Á yngri árum fylltust margar dagbækur af texta og svo fóru skrifin að þróast yfir í styttri sögur, ljóð og leikrit. Viktoría er nú gift móðir í Vesturbænum með þrjú börn og hund. „Ljóðin í bókinni eru oft á tíðum hversdagsleg og ekki er talað undir rós eins og oft er þegar konur tala um barnauppeldi og heimilishald. Rakningarteymið er sett í spennumyndarbúning og skrifað er á ljóðrænan hátt um núvitundina, sæði, frjósemi og ófrjósemi. Dugnaður er oft mælikvarði fólks á aðra, hversu duglegur og hversu mikill letingi þessir og hinir eru. Í bókinni er velt vöngum yfir þessu. Þurfum við allan þennan dugnað og allt þetta kapp? Er ekki bara allt í lagi að liggja undir sæng heldur en að hlaupa upp á tíu fjöll á einni viku?“ Viktoría gefur út ljóðabókina þann 10. júlí í samvinnu við Signatúra Books, nýtt útgáfufyrirtæki sem grafísku hönnuðirnir Júlía Runólfsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir stofnuðu og reka saman. „Þær eru sjúklega klárar og kölluðu eftir efni, sem ég og gerði. Svo hittumst við eftir þetta Covid-rugl og þá fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Viktoría. Bókin á að vera fyrir alla, líka unglinga og gamalmenni, segir höfundurinn. „Ég er þekkt fyrir að tala ekki í kringum hlutina. Þeir eru yfirleitt sagðir beint út hvort sem það er barnauppeldi, getnaður eða allt þar á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Viktori a Blo ndal (skrifar) (@viktoriaskrifar) on Mar 23, 2020 at 12:49pm PDT 1,5 í einkunn Viktoría útskrifaðist sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur síðan þá unnið að skrifum samhliða öðrum verkefnum. Viktoría hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival og við markaðsmál viðburða eins og List án landamæra og Kátt á Klarmbra. „Titillinn er tilvitnun í það þegar ég var í grunnskóla og fékk 1,5 í samræmda prófinu í stærðfræði. Maður fékk einn fyrir að mæta. Svo útskrifaðist úr Listaháskólanum og auðvitað fékk ég ekki 10,5 en mér leið eins og ég hefði fengið 10,5. Samt er kaldhæðni að ég sé að tala um einhverjar tölur því að ég er staurtalnablind.“ Á meðal þess sem Viktoría skrifar um á Instagram síðu sinni Viktoría skrifar, er ýmislegt tengt fjölskyldulífinu. Hjónin eiga einn ungling og svo þriggja ára barn og tveggja ára barn. „Þetta er sturlað en það er aldrei leiðinlegt.“ Lífið eins og grínþáttur Í bókinni skrifar Viktoría meðal annars um slys síðan í janúar á þessu ári, þeger ekið var á þriggja ára son hennar. „Við vorum hjá foreldrum mínum í Osló um jólin og áramótin, það var keyrt á hann fyrir utan húsið þeirra. Hann var að leika sér í lokuðum garði og á nokkrum sekúndum þá hefur bíll keyrt yfir hann, ég kem að þessu og hann liggur fyrir aftan bílinn og augljóslega búið að keyra yfir hann allan. Þetta varð auðvitað mikið sjokk, sjúkrabíll kemur strax og sækir hann og léttirinn þegar hann grætur alla sjúkrabílaferðina var mikill. Bílstjórinn sannfærði mig um að það væri best. Við tóku að mér fannst milljón klukkutímar af bið eftir að hann fór í alla heimsins skanna og rannsóknir, en minn maður hlaut á einhvern undraverðan hátt ekki mikinn skaða. Ég trúi á kraftaverk og ég veit að yfir honum vakir mitt fólk sem tók málin sínar hendur á þessari örlagaríku stundu. Hann vaknaði svo um kvöldið og benti strax á staf inni herberginu sem hann var í og sagði „Þetta er Lóu stafur, sem er litla systir hans, Svo var hann komin í fótbolta á sjúkrahúsganginum sólarhring seinna. Læknir á Ulleval trúðu ekki sínum eigin augum og við ekki heldur. hann er eitt stykki kraftaverk og hann kennir sér hvergi mein í dag, spyr oft um þetta atvik og spjallar um það en er bara sjálfum sér líkur.“ Bókin er því mjög persónuleg þó að hún sé full af húmor. Ástæðan fyrir því að Viktoría fór að skrifa á Instagram og safna í þessa bók, var að hún vildi sýna sinn hversdagsleika án allrar glansmyndar. „Kjaftæðið sem við sjáum á netinu eða í lífinu, hvort sem það er á mömmumorgnum eða annars staðar. Allir í toppmálum og börnin í flottum dressum og foreldrarnir í vaxjökkum og með þúsund krónu kaffibolla. Það hefur bara aldrei höfðað til mín sú mynd. Jú hún „lúkkar“ vel ég vil bara benda á að þetta er ekkert svona. Það eru bara 0,01 prósent af lífinu einhver svona smartheit. Svo er þetta bara sjúklega mikið hark, „sjúllað“ og klikkað. Yfirleitt er allt í háa lofti og maður á haus.“ Hún þarf oft ekki að leita utan veggja heimilisins eftir innblæstri. „Það er ótrúlega fyndið að tala um allt sem maður er að upplifa með þessi litlu börn og íbúðarlán, ég starfandi listamaður. Þetta er bara grín, lífið mitt er eiginlega grínþáttur, en það er raunveruleiki.“ View this post on Instagram A post shared by Viktori a Blo ndal (skrifar) (@viktoriaskrifar) on Oct 21, 2019 at 3:11am PDT Skúffukaka og Gilmore girls eftir brúðkaupið Viktoría segir að hún sé alls ekki að dæma það sem aðrir setja á samfélagsmiðla, hver velji fyrir sig. „Þetta snýst ekkert um minnimáttarkennd sem maður hefur, því að þetta er bara uppstillt mynd, svona stillimynd. Þetta er bara þögla myndin sem fólk skoðaði áður af ávöxtum í skál, en nú erum við að sjá þetta sem líf einhvers.“ Að hennar mati „meikar þetta engan sens“ og segist Viktoría vera mjög meðvituð um það. Það eru það þó ekki allir og margir bera sig og sitt líf saman við „fullkomnunarljómann“ sem birtist á samfélagsmiðlum margra einstaklinga. „Ég fjalla líka um það þegar ég giftist manninum mínum, sem var líka bara gott grín. Ég var komin níu mánuði á leið og við bjuggum í Osló. Ég skildi ekkert endilega hvað sýslumaðurinn var að segja og svo fórum við heim og bökuðum skúffuköku og ég lagði mig. Svo fór hann og datt í það með vinum sínum og kom svo heim og grét yfir lífinu af því að þetta var svo geggjað og ég var bara að horfa á Gilmore girls. Við erum samt alveg ástfangin og hamingjusöm þó að við eigum ekki myndir með hvít blóm.“ Parið gifti sig árið 2016 eftir 15 ára samband. Hjónabandið er líka innblástur að skrifum Viktoríu. „Fólk er ekkert endilega vant því að heyra eða sjá raunmynd af því sem er í gangi.“ Viktoría skrifar hispurslaust um allt sem henni dettur í hug.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Heldur áfram þrátt fyrir höfnun Viktoría telur að fáránlega fáir sýni raunveruleikann á samfélagsmiðlum. „Það er líka ekkert endilega það sem við viljum sjá. Ég fylgist með fullt af fólki og maður vill fá þennan glamúr þetta kjaftæði. Ógeðslega oft vil maður láta mata sig af svoleiðis. Ég held að það væri ekkert endilega sterkt efni ef allir væru að sýna frá einhverjum bleyjuskiptum og drullu.“ Jafnvægi sé þó auðvitað best. Þó að draumurinn um bókaútgáfu sé að rætast á fimmtudaginn þegar hún heldur útgáfuhófið í Gröndalshúsi, er Viktoría strax byrjuð að plana næstu bók. „Ég vona að ég finni einhvers staðar þolinmæðina til að skrifa lengri texta. Ég hef skrifað handrit fyrir leikhús og svoleiðis en væri alveg til í að fara í lengri texta, það er næsta skref held ég,“ segir Viktoría. „Ég fékk allavega neitun við öllum listamannalaunum og Covid-styrkjum og öllu þessu.“ Viktoría er byrjuð á næstu bók og fleiri leikritum svo hún lætur hafnanirnar ekki stoppa sig. Hún er með meistaragráðu í skapandi skrifum og nýtir námið og reynsluna í að aðstoða aðra með skrif. „Ég kenni mjög mikið, er með námskeið í skapandi skrifum og er oft að fara á milli skóla. Það er ótrúlega gaman því að unglingar eru mitt bensín. Svo er ég að fara út á land í sumar. Helgarviðtal Bókmenntir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. „Titillinn vísar í einkunnakerfi skólanna og er lýsandi fyrir ástand skáldsins. Það er annað hvort allt eða ekkert. Ljóðin og prósarnir í bókinni voru skrifaðir yfir tímabilið 2012-2020, þannig að bókin hefur sjálfsævisögulegt yfirbragð,“ útskýrir höfundurinn. „Fólk þarf ekki að kunna lesa ljóð eða hafa eitthvað vit á bókmenntasögunni til að skilja og tengja við margt sem fjallað er um í bókinni.“ Ekki þekkt fyrir að tala undir rós Viktoría Blöndal hefur skrifað frá blautu barnsbeini. Á yngri árum fylltust margar dagbækur af texta og svo fóru skrifin að þróast yfir í styttri sögur, ljóð og leikrit. Viktoría er nú gift móðir í Vesturbænum með þrjú börn og hund. „Ljóðin í bókinni eru oft á tíðum hversdagsleg og ekki er talað undir rós eins og oft er þegar konur tala um barnauppeldi og heimilishald. Rakningarteymið er sett í spennumyndarbúning og skrifað er á ljóðrænan hátt um núvitundina, sæði, frjósemi og ófrjósemi. Dugnaður er oft mælikvarði fólks á aðra, hversu duglegur og hversu mikill letingi þessir og hinir eru. Í bókinni er velt vöngum yfir þessu. Þurfum við allan þennan dugnað og allt þetta kapp? Er ekki bara allt í lagi að liggja undir sæng heldur en að hlaupa upp á tíu fjöll á einni viku?“ Viktoría gefur út ljóðabókina þann 10. júlí í samvinnu við Signatúra Books, nýtt útgáfufyrirtæki sem grafísku hönnuðirnir Júlía Runólfsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir stofnuðu og reka saman. „Þær eru sjúklega klárar og kölluðu eftir efni, sem ég og gerði. Svo hittumst við eftir þetta Covid-rugl og þá fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Viktoría. Bókin á að vera fyrir alla, líka unglinga og gamalmenni, segir höfundurinn. „Ég er þekkt fyrir að tala ekki í kringum hlutina. Þeir eru yfirleitt sagðir beint út hvort sem það er barnauppeldi, getnaður eða allt þar á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Viktori a Blo ndal (skrifar) (@viktoriaskrifar) on Mar 23, 2020 at 12:49pm PDT 1,5 í einkunn Viktoría útskrifaðist sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands 2015 og hefur síðan þá unnið að skrifum samhliða öðrum verkefnum. Viktoría hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival og við markaðsmál viðburða eins og List án landamæra og Kátt á Klarmbra. „Titillinn er tilvitnun í það þegar ég var í grunnskóla og fékk 1,5 í samræmda prófinu í stærðfræði. Maður fékk einn fyrir að mæta. Svo útskrifaðist úr Listaháskólanum og auðvitað fékk ég ekki 10,5 en mér leið eins og ég hefði fengið 10,5. Samt er kaldhæðni að ég sé að tala um einhverjar tölur því að ég er staurtalnablind.“ Á meðal þess sem Viktoría skrifar um á Instagram síðu sinni Viktoría skrifar, er ýmislegt tengt fjölskyldulífinu. Hjónin eiga einn ungling og svo þriggja ára barn og tveggja ára barn. „Þetta er sturlað en það er aldrei leiðinlegt.“ Lífið eins og grínþáttur Í bókinni skrifar Viktoría meðal annars um slys síðan í janúar á þessu ári, þeger ekið var á þriggja ára son hennar. „Við vorum hjá foreldrum mínum í Osló um jólin og áramótin, það var keyrt á hann fyrir utan húsið þeirra. Hann var að leika sér í lokuðum garði og á nokkrum sekúndum þá hefur bíll keyrt yfir hann, ég kem að þessu og hann liggur fyrir aftan bílinn og augljóslega búið að keyra yfir hann allan. Þetta varð auðvitað mikið sjokk, sjúkrabíll kemur strax og sækir hann og léttirinn þegar hann grætur alla sjúkrabílaferðina var mikill. Bílstjórinn sannfærði mig um að það væri best. Við tóku að mér fannst milljón klukkutímar af bið eftir að hann fór í alla heimsins skanna og rannsóknir, en minn maður hlaut á einhvern undraverðan hátt ekki mikinn skaða. Ég trúi á kraftaverk og ég veit að yfir honum vakir mitt fólk sem tók málin sínar hendur á þessari örlagaríku stundu. Hann vaknaði svo um kvöldið og benti strax á staf inni herberginu sem hann var í og sagði „Þetta er Lóu stafur, sem er litla systir hans, Svo var hann komin í fótbolta á sjúkrahúsganginum sólarhring seinna. Læknir á Ulleval trúðu ekki sínum eigin augum og við ekki heldur. hann er eitt stykki kraftaverk og hann kennir sér hvergi mein í dag, spyr oft um þetta atvik og spjallar um það en er bara sjálfum sér líkur.“ Bókin er því mjög persónuleg þó að hún sé full af húmor. Ástæðan fyrir því að Viktoría fór að skrifa á Instagram og safna í þessa bók, var að hún vildi sýna sinn hversdagsleika án allrar glansmyndar. „Kjaftæðið sem við sjáum á netinu eða í lífinu, hvort sem það er á mömmumorgnum eða annars staðar. Allir í toppmálum og börnin í flottum dressum og foreldrarnir í vaxjökkum og með þúsund krónu kaffibolla. Það hefur bara aldrei höfðað til mín sú mynd. Jú hún „lúkkar“ vel ég vil bara benda á að þetta er ekkert svona. Það eru bara 0,01 prósent af lífinu einhver svona smartheit. Svo er þetta bara sjúklega mikið hark, „sjúllað“ og klikkað. Yfirleitt er allt í háa lofti og maður á haus.“ Hún þarf oft ekki að leita utan veggja heimilisins eftir innblæstri. „Það er ótrúlega fyndið að tala um allt sem maður er að upplifa með þessi litlu börn og íbúðarlán, ég starfandi listamaður. Þetta er bara grín, lífið mitt er eiginlega grínþáttur, en það er raunveruleiki.“ View this post on Instagram A post shared by Viktori a Blo ndal (skrifar) (@viktoriaskrifar) on Oct 21, 2019 at 3:11am PDT Skúffukaka og Gilmore girls eftir brúðkaupið Viktoría segir að hún sé alls ekki að dæma það sem aðrir setja á samfélagsmiðla, hver velji fyrir sig. „Þetta snýst ekkert um minnimáttarkennd sem maður hefur, því að þetta er bara uppstillt mynd, svona stillimynd. Þetta er bara þögla myndin sem fólk skoðaði áður af ávöxtum í skál, en nú erum við að sjá þetta sem líf einhvers.“ Að hennar mati „meikar þetta engan sens“ og segist Viktoría vera mjög meðvituð um það. Það eru það þó ekki allir og margir bera sig og sitt líf saman við „fullkomnunarljómann“ sem birtist á samfélagsmiðlum margra einstaklinga. „Ég fjalla líka um það þegar ég giftist manninum mínum, sem var líka bara gott grín. Ég var komin níu mánuði á leið og við bjuggum í Osló. Ég skildi ekkert endilega hvað sýslumaðurinn var að segja og svo fórum við heim og bökuðum skúffuköku og ég lagði mig. Svo fór hann og datt í það með vinum sínum og kom svo heim og grét yfir lífinu af því að þetta var svo geggjað og ég var bara að horfa á Gilmore girls. Við erum samt alveg ástfangin og hamingjusöm þó að við eigum ekki myndir með hvít blóm.“ Parið gifti sig árið 2016 eftir 15 ára samband. Hjónabandið er líka innblástur að skrifum Viktoríu. „Fólk er ekkert endilega vant því að heyra eða sjá raunmynd af því sem er í gangi.“ Viktoría skrifar hispurslaust um allt sem henni dettur í hug.Mynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Heldur áfram þrátt fyrir höfnun Viktoría telur að fáránlega fáir sýni raunveruleikann á samfélagsmiðlum. „Það er líka ekkert endilega það sem við viljum sjá. Ég fylgist með fullt af fólki og maður vill fá þennan glamúr þetta kjaftæði. Ógeðslega oft vil maður láta mata sig af svoleiðis. Ég held að það væri ekkert endilega sterkt efni ef allir væru að sýna frá einhverjum bleyjuskiptum og drullu.“ Jafnvægi sé þó auðvitað best. Þó að draumurinn um bókaútgáfu sé að rætast á fimmtudaginn þegar hún heldur útgáfuhófið í Gröndalshúsi, er Viktoría strax byrjuð að plana næstu bók. „Ég vona að ég finni einhvers staðar þolinmæðina til að skrifa lengri texta. Ég hef skrifað handrit fyrir leikhús og svoleiðis en væri alveg til í að fara í lengri texta, það er næsta skref held ég,“ segir Viktoría. „Ég fékk allavega neitun við öllum listamannalaunum og Covid-styrkjum og öllu þessu.“ Viktoría er byrjuð á næstu bók og fleiri leikritum svo hún lætur hafnanirnar ekki stoppa sig. Hún er með meistaragráðu í skapandi skrifum og nýtir námið og reynsluna í að aðstoða aðra með skrif. „Ég kenni mjög mikið, er með námskeið í skapandi skrifum og er oft að fara á milli skóla. Það er ótrúlega gaman því að unglingar eru mitt bensín. Svo er ég að fara út á land í sumar.
Helgarviðtal Bókmenntir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira