Á hreyfingu í 51 mínútu og fjögur ósvöruð símtöl Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 23:30 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Farsími Anne-Elisabeth Hagen mældist á hreyfingu í 51 mínútu eftir að hún sleit símtali við son sinn að morgni 31. október 2018. Fjórar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við Anne-Elisabeth á meðan hreyfing mældist enn á símanum en engu símtalanna var svarað. Anne-Elisabeth hringdi í son sinn úr farsíma sínum klukkan 9:14 umræddan morgun. Þau töluðu saman í 92 sekúndur og var klukkan þannig orðin 9:16 þegar samtalinu var slitið. Sonurinn hefur lýst efni samtalsins í yfirheyrslum hjá lögreglu; þau ræddu hrekkjavökuna, sem bar einmitt upp þennan dag, og launamál. Sonurinn segist jafnframt sjá eftir því að hafa verið stuttur í spuna við mömmu sína í símann. Lögregla telur þetta símtal síðasta lífsmarkið en ekkert hefur heyrst eða sést frá Anne-Elisabeth síðan. Eiginmaður hennar og faðir umrædds sonar, Tom Hagen, er grunaður um að hafa banað henni eða átt aðild að andláti hennar. Hann var látinn laus úr haldi í maí og neitar sök. Þrír reyndu að hafa samband Samkvæmt upplýsingum norska dagblaðsins VG aflaði lögregla gagna úr síma Anne-Elisabeth. Gögn úr að minnsta kosti einu smáforriti eru sögð sýna að síminn hafi verið á einhverri hreyfingu inni á heimilinu þangað til klukkan 10:07, um 51 mínútu eftir að síðasta símtalinu var slitið. Ekkert bendir þó til þess að síminn hafi verið notaður á þessum tíma. Þrír reyndu að ná sambandi við Anne-Elisabeth fram til klukkan 10:07 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Tommy Skansen, rafvirki og nágranni Hagen-hjónanna, hringdi í farsíma Anne-Elsabeth klukkan 9:48. Ráðgert var að hann skyldi skipta um ljós í eldhúsinu að Sloravejen 4. Sonurinn hringdi svo aftur í móður sína klukkan 9:50. Klukkan 10:06 hringdi eiginmaðurinn Tom Hagen, sem þá hafði verið í vinnunni í tæpan klukkutíma. Einni mínútu síðar, klukkan 10:07, hringdi hann aftur. En enginn svaraði, vitanlega. Lögregla telur að Anne-Elisabeth hafi verið ráðinn bani fljótlega eftir að hún sleit símtalinu við soninn, einhvern tímann á næsta rúma hálftímanum eða svo. Tom Hagen ók heim úr vinnunni til að vitja konu sinnar um klukkan hálf tvö. Hann fann síma hennar á borði í eldhúsinu, þar sem þau hjónin lögðu síma sína iðulega frá sér. Hann hringdi þó nokkrum sinnum í eiginkonu sína eftir að hann kom heim en sagði við yfirheyrslu lögreglu að hann hefði ekki heyrt í hringingunni. Samkvæmt upplýsingum VG telur lögregla að ósennilegt að Tom Hagen hafi ekki heyrt í símanum.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57 Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44 Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. 1. júlí 2020 23:57
Varð hræddur og skráði húsið á sig Norski auðkýfingurinn Tom Hagen kveðst hafa orðið hræddur um að honum yrði úthýst af heimili sínu og eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, á tíunda áratug síðustu aldar. 24. júní 2020 10:44
Skilnaðarpappírar undirritaðir af Anne-Elisabeth fundust á heimili hjónanna Norska lögreglan fann skilnaðarpappíra við rannsókn á heimili Anne-Elisabeth Hagen og eiginmanns hennar, Tom Hagen, sem sú fyrrnefnda hafði ritað nafn sitt undir. 19. júní 2020 09:08