Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 22:50 Bandaríkin standa nú frammi fyrir annarri bylgju af kórónavírussmitum. AP/Christopher Dolan. Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira