Síðasti breski ríkisstjóri Hong Kong líkir stöðunni við 1984 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2020 19:00 Lögregla fjarlægir vegatálma sem mótmælendur höfðu reist í Hong Kong. AP/Vincent Yu Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten. Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Kínverjar sögðust í dag afar ósáttir við gagnrýni annarra ríkja á ný öryggislög í Hong Kong. Löggjöfin snýst um að tryggja yfirráð Kínverja á þessu sjálfsstjórnarsvæði. Gagnrýnendum þykir löggjöfin brot á samkomulagi sem gert var þegar Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 um að íbúar svæðisins ættu að hafa sjálfsstjórn næstu fimmtíu árin. Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti í nótt að refsa bönkum sem eiga í viðskiptum við kínverska embættismenn vegna málsins en öldungadeildin á eftir að taka málið fyrir. Bretar ætla að bjóða milljónum dvalarleyfi og loks ríkisborgararétt. Áströlsk stjórnvöld íhuga að taka einnig á móti íbúum Hong Kong. „Við erum að íhuga málið alvarlega, en ég lagði þetta til fyrir nokkrum vikum. Það er verið að leggja lokahönd á málið og það verður senn lagt í dóm ríkisstjórnarinnar,“ sagði Scott Morrison, ástralski forsætisráðherrann. Kínverjar eru ósáttir við þessi afskipti og segja um innanríkismál að ræða. Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, sagði stjórnvöld til að mynda afar ósátt við samþykkt bandaríska þingsins. Chris Patten var ríkisstjóri Hong Kong áður en Kínverjar tóku yfir og líkir nýju lögunum við hina frægu bók Orwells, 1984. „Þessi lög heimila Kínverjum að skilgreina hugtök á borð við uppreisn, uppreisnaráróður og samráð við erlenda óvini eftir geðþótta og gera þeim kleyft að rétta yfir fólki á meginlandinu,“ sagði Patten.
Kína Hong Kong Tengdar fréttir Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. 2. júlí 2020 15:39
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05