UN Women tíu ára í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:53 Twitter/UN Women Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020 Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020
Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira