UN Women tíu ára í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:53 Twitter/UN Women Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020 Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020
Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira