Er Selfoss búið að snúa við blaðinu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 12:30 Selfoss stefnir á að gera Val erfitt fyrir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/HAG Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Selfoss vann í gærkvöld annan leikinn í röð í Pepsi Max deild kvenna. Svo virðist sem liðið sé komið á beinu brautina eftir erfiða byrjun á mótinu. Síðasta sumar vann Selfoss sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá upphafi. Var liðið styrkt til muna í vetur og yfirlýst markmið fyrir sumarið var að vera í toppbaráttu deildarinnar. Þær hófu svo sumarið af krafti með 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ. Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði, skoraði sigurmark Selfoss gegn Val í Meistarakeppni KSÍ.Vísir/HAG Í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn Fylki og Breiðabliki. Það verður seint talinn heimsendir að tapa þeim leikjum en Fylkir hafði fram að þeim tímapunkti unnið alla leiki sína á árinu. Þá er Breiðablik ógnarsterkt. Þó svo að Selfoss hafi tapað leikjunum með markatölunni 3-0 þá fékk liðið vítaspyrnu undir lok leiks gegn Fylki sem hefði tryggt þeim stig á erfiðum útivelli í Árbænum. Þá skoruðu Blikar tvívegis eftir löng innköst – í upphafi og undir lok leiks – en það er eitthvað sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir. Eftir töpin tvö var hins vegar alveg ljóst að Selfoss mátti ekki við öðru tapi enda ekkert lið orðið Íslandsmeistari á þessari öld með fleiri en tvö töp. Sjá einnig: Eitt tap í viðbót og draumar um Íslandsmeistaratitil eru úr sögunni Liðið svaraði með nokkuð þægilegum 2-0 sigri á FH í 3. umferð. Í gær var Stjarnan svo lögð af velli í Garðabænum, lokatölur 4-1 Selfyssingum í vil. Þarna er um að ræða tvo útileiki sem gætu reynst toppliðum deildarinnar erfiðir í sumar. Tveir sigrar í röð og Selfoss er komið í 4. sæti deildarinnar. Í stað þess að mæta KR eftir fjóra daga þá fær liðið níu daga frí þangað til það mætir Stjörnunni aftur í bikarnum. Úr leik Fylkis og Selfoss.Vísir/Daniel Eins og alþjóð veit kom upp kórónusmit í Pepsi Max deild kvenna nýverið og því hefur þurft að fresta leikjum Fylkis, Breiðabliks og KR um rúmlega tvær vikur. Hvaða áhrif það mun hafa á eftir að koma í ljós en þegar öllu er á botninn hvolft gæti það hjálpað Selfyssingum að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar. Liðið heimsækir nýliða Þróttar í því sem er næsta heila umferð deildarinnar 14. og 15. júlí. Á sama tíma mætast Valur og Fylkir, tvö af þeim liðum sem eru fyrir ofan Selfoss í töflunni. Svo í umferðinni eftir það mætir Þór/KA á Selfoss en á sama tíma mætast Valur og Breiðablik – sem eru bæði með fullt hús stiga- á Kópavogsvelli. Falli úrslitin Selfyssingum í hag er aldrei að vita en liðið verði komið í toppbaráttuna innan tíðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20 Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 1-4 | Bikarmeistararnir gerðu góða ferð í Garðabæinn Selfoss vann sinn annan leik í röð í Pepsi Max deild kvenna þegar liðið fór í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ í kvöld. Lokatölur 1-4 fyrir Selfyssingum. 1. júlí 2020 22:30
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. 26. júní 2020 13:20
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 0-2 | Selfoss sá til þess að FH er enn án stiga FH og Selfoss voru bæði án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi Max-deild kvenna. Selfoss vann öruggan 2-0 sigur í Hafnafirði í kvöld og sá til þess að nýliðar FH eru enn án stiga. 23. júní 2020 21:45