Heilbrigðisráðherra fyrirmyndarríkisins segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:25 David Clark, fyrir miðju, tilkynnti um afsögn sína í nótt. Ap/Mark Mitchell Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Nýja-Sjálands hefur sagt af sér eftir að hafa sætt gagnrýni vegna framgöngu sinnar og ríkisstjórnar hans í kórónuveirufaraldrinum. Hann hafði áður boðist til að segja skilið við ráðherrastólinn en var beðinn um að sitja áfram vegna farsóttarinnar. Ráðherrann, David Clark, sætti gagnrýni fyrir að hafa gerst brotlegur við sóttvarnalög og ferðatakmarkanir. Þannig ók hann fjölskyldu sinni um 20 kílómetra leið á ströndina, þegar samlöndum hans var gert að halda sig heima meðan faraldurinn var í hvað mestu vexti í aprílmánuði. Þar að auki fór hann í fjallahjólreiðatúr, sem þó er ekki talið jafn skýrt brot á sóttvarnareglum og strandferðin að sögn þarlendra miðla. Nýja-Sjáland hefur verið talið fyrirmyndarríki í baráttunni við kórónuveiruna. Þar hafa greinst rúmlega 1500 smit sem dregið hafa 22 til dauða. Nýsjálendingar sögðust sjálfir hafa lagt veiruna að velli í upphafi júní eftir að ekkert nýtt smit greindist dögum saman. Veiran lét þó aftur á sér kræla þegar Nýsjálendingar opnuðu landamæri sín. Stjórnvöld hafa sætt gagnrýni vegna þess hvernig þau hafa staðið að opnuninni og aðbúnaði í sérstökum landamæra- og einangrunarstöðvum sem komið var á laggirnar vegna hennar. Í einu tilfelli fengu tveir einstaklingar að yfirgefa slíka stöð, án þess að hafa lokið tveggja vikna einangrun, til þess að heimsækja foreldri á dánarbeðinum sem hafði greinst með kórónuveiruna. Síðar kom á daginn að báðir voru þeir með veiruna. Fyrrnefndur Clark segist bera fulla ábyrð á því hvernig þjóð hans tókst á við veiruna. Nú sé rétti tíminn til að róa á önnur mið. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögn hans og mun menntamálaráðherra taka yfir stjórn heilbrigðismála fram að kosningum í september.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira