Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 21:34 Umboðsmaður skuldara. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir. Neytendur Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir.
Neytendur Dómsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira