Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 16:49 Teikning listamanns af reikistjörnukjarnanum á braut um móðurstjörnu sína. University of Warwick/Mark Garlick Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong. Vísindi Geimurinn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira