Angela Beard mun leika með KR í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hin 22 ára gamla Beard hefur leikið með Melbourne Victory í Ástralíu síðustu þrjú tímabil en liðið leikur í efstu deild þar í landi.
Alls hefur Beard leikið 66 leiki í efstu deild í Ástralíu en hún lék með Brisbane Roar áður en hún gekk í raðir Melbourne. Leikmaðurinn verður seint talinn mikinn markaskorari en hún hefur einu sinni á ferlinum komið knettinum í net andstæðinganna.
Hungry for some finals football! @victorywleague @WLeague @RachelBBach pic.twitter.com/PMswa2cyLo
— Angela Beard (@HeyAngieBeard) February 6, 2019
KR hefur byrjað mótið einkar illa og er á botni Pepsi Max deildarinnar. Er liðið án stiga og með markatöluna 1-12. Ljóst er að Beard á að reyna fylla upp í götin varnarlega á meðan aðrir leikmenn þurfa að stíga upp sóknarlega.
Sem stendur er stór hluti leikmannahóps liðsins í sóttkví og mun liðið ekki leika að nýju fyrr en það mætir Stjörnunni í Garðabæ þann 14. júlí.