Erlent

Lagði hald á 14 tonn af af­meta­mín­töflum

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi framleitt efnin.
Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi framleitt efnin. Getty

Lögregla á Ítalíu hefur lagt hald á 14 tonn af amfetamíni sem framleitt var af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. 

Lögregla segir að aldrei áður hafi verið lagt hald á jafnmikið magn af afmetamíni í heiminum.

Í yfirlýsingu frá ítölsku lögreglunni segir að hald hafi verið lagt á 84 milljónir taflna og er markaðsvirði efnisins vera um milljarður evra, eða 156 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi.

Talið er að efnin hafi verið framleidd af liðsmönnum ISIS í Sýrlandi.

Efnin fundust í þremur gámum á hafnarsvæði Salerno, suður af Napoli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×